Saga - 2016, Page 27
Virkni og framgangur kvenna
Árið 1886, þegar stúkur höfðu starfað í tvö ár í landinu og um hálfs
árs skeið í Reykjavík, voru konur alls um fimmtungur stúkumeð -
lima, en þeim fjölgaði jafnt og þétt eins og mynd 4 sýnir. konur
sóttu sýnilega í að gerast meðlimir og þar virðist tvennt hafa ráðið
mestu, félagsleg þörf og ást á bindindismálinu — löngun til að bæta
úr því böli sem áfengið vissulega olli í daglegu lífi margra þeirra.32
Hlutverk kvenna í íslensku stúkunum endurspeglaði vel þá sam-
félagslegu hlutdeild sem þeim var ætluð í borgaralegu samfélagi
nítjándu aldar; að styðja við og hafa siðferðislega bætandi áhrif á
eiginmenn sína og umhverfi. Ljóst er af fundargerðabókum að
íslenskar konur voru þar í hlutverki hinna hlédrægu eins og kyn-
systur þeirra á Norðurlöndum.33 konur völdust í hjúkrunarnefndir
góðtemplarareglan á íslandi 25
!
"#$!
"%$! &#$!
&'$! &($! )&$! )&$! )*$! )%$! )%$! )+$!
*)$!
+'$!
+"$! %'$!
%#$! *($! **$! **$! *&$! *"$! *"$! *,$!
))$!
($!
'($!
+($!
%($!
*($!
)($!
&($!
"($!
,($!
#($!
'(($!
',,&! ',,"! ',,,! ',#&! ',#"! ',#,! ',##! '#((! '#('! '#(+! '#(%! '#'+!
-./0./! -123/!
Mynd 4. kynjahlutföll fullorðinna í stúkum á Íslandi 1886–1912.
Heimildir: ÞÍ. I.O.G.T./38. Stórstúka Íslands. Bók 4. Mannfjöldi í G.T.
Reglunni 1897–1903; Íslenzki good-templar 1:5–6 (1887), 47; 1:7 (1887), 55;
2:8 (1888), 63; Good-Templar 1:1 (1897), 14; 1:6 (1897), 96; Templar 25:9 (1912),
35.
32 Þessi sjónarmið eru efst í huga þeirra kvenna sem tjáðu viðhorf sín til stúku-
starfsins. Sjá Tuttugu og fimm ára. Minningarrit Góðtemplara á Íslandi 1884–1909
(Reykjavík: Stórstúka Íslands 1909), bls. 95 og 153–154; Gylfi Gröndal, Níutíu
og níu ár. Jóhanna Egilsdóttir segir frá (Reykjavík: Setberg 1980), bls. 175–176.
33 Marie B. Bebe, „Afholdssagen — med undgangspunkt i Aarhus Afholds -
forening af 1880“, bls. 263; Gro Hagemann, Aschehougs Norgeshistorie 9. Det
moderne gjennombrudd 1870–1905 (Oslo: Aschehoug 1997), bls. 162.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 25