Saga - 2016, Blaðsíða 28
og í embætti dróttseta en þetta voru störf sem fólu í sér aðhlynningu
veikra systra og aðstoð við framgang funda. Þær gegndu sjaldnast
hærra embætti en starfi varatemplars. Þótt stöku konur létu til sín
taka, kæmu með tillögur og tækju til máls, voru það einatt sömu
örfáu konurnar. konum var fyrst og fremst ætlað að styðja stúk-
ustarfið, lífga upp á það og efla.34
Um miðjan tíunda áratuginn var kominn félags- og framfara-
hugur í konur í Reykjavík. Hið íslenska kvenfélag var stofnað 1894
að frumkvæði Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður og fósturdóttur
hennar, Ólafíu Jóhannsdóttur, áköfustu talskonu kvenréttinda á
Íslandi fram yfir aldamótin 1900. Báðar voru þær meðlimir stúkunn-
ar Verðandi frá fyrsta starfsárinu 1885.35 Þegar fundargerðabók
kvenfélagsins er flett sést að bindindismál fengu þar ekkert rými
þótt félagið hefði „lofað að sinna því“. Bindindisumræða félagsins
einskorðaðist við aðdragandann að stofnun Hvítabandsins 1895.36
Hún fékk sinn eigin farveg innan þess félags en það var stofnað í
ágúst það ár með tilstyrk Ólafíu og góðtemplara. Það má því segja
að bindindisorðræðunni hafi verið þrýst út úr kvenfélaginu og inn
í Hvítabandið, hinn nýja bindindisvettvang kvenna.
Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur hefur bent á hve ráð -
andi ákveðnir áhrifamenn góðtemplara voru innan Hvítabands ins í
upphafi. Þeir einokuðu umræður, höfðu „föðurlega handleiðslu“
með störfum félagsins og konurnar fólu þeim að sjá um bindindis-
brotamálin, taka á því þegar menn höfðu brotið bindindisheitið.37
Svo virðist sem tvenn sjónarmið kvennanna sjálfra til fyrirferðar
karlanna hafi togast á. Áköfu bindindiskonurnar hafi viljað veg
karla sem mestan, enda bindindið í huga þeirra baráttumálið og karl-
arnir liðstyrkur í að ná því fram, en aðrar hafi fremur reynt að hafa
hemil á fyrirferð þeirra þótt þær nytu góðs af þeim í brotamálunum.
Árið 1895 varð mikil umræða á Íslandi um bindindi og konur.
Heimsókn bandarískra hvítabandskvenna þá um sumarið gaf mál-
nanna þorbjörg lárusdóttir26
34 Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kærleika, bls. 42–43.
35 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Ólafía. Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur (Reykja -
vík: JPV 2006), bls. 194–195 og 151–152.
36 Bindindiskonurnar minntu á þetta loforð þegar þær fór að lengja eftir bindind-
isumræðu. Þær umræður fóru einungis fram frá 26. janúar og fram til 17. apríl
1895: Lbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild) Lbs. 971
fol. Fundargerðabók Hins íslenska kvenfélags 26. jan. 1894–25. apr. 1927.
37 Margrét Guðmundsdóttir, Aldarspor. Hvítabandið 1895–1995 (Reykjavík: [Hvíta -
bandið] 1995), bls. 62–64.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 26