Saga - 2016, Page 31
gaf alþýðukonum án efa áræði í verkalýðsbaráttu er fram í sótti, eins
og Verkakvennafélagið Framsókn frá 1914 er dæmi um. Þar voru
stúkukonur að verki og þær konur voru enn að beita áhrifum og
hvetja til samstöðu við stofnun verkakvennafélags í Hafnarfirði tíu
árum síðar.47
Þótt konurnar í stúkunum hafi staðið í skugga karlanna stuðlaði
vera þeirra þar, ásamt reynslunni sem hún veitti, að vitundarvakn-
ingu meðal þeirra. Það, ásamt gagnrýnisorðræðu stúkubræðra,
vakti þær til vitundar um mikilvægi eigin framlags á vettvangi
þjóðmála en vakti jafnframt óánægju þeirra með hlutskipti sitt.
Þannig varð orðræða hreyfingarinnar, orðræðan að ofan sem karl-
arnir réðu yfir og beittu, ásamt fyrirferð þeirra sjálfra, að drifkrafti
kvenna til að hefja aðgerðir — að neðan og á eigin forsendum.
Afleiðingin var ófyrirséð enda er útkoma stjórnvaldstækninnar ekki
vís, hún getur eftir aðstæðum stuðlað að breytingum í aðra átt en
ætlað var.48 Stúkustarf og bindindisbarátta, beinlínis sú staðhæfing
að konur væru þar á jafnréttisgrundvelli með körlunum, opnaði
íslenskum stúkusystrum athafna- og áhrifarými og færi til breytinga
á eigin forsendum, líkt og gerst hafði í Bandaríkjunum á síðari hluta
nítjándu aldar.49 Til að virkja undirliggjandi ófullnægju stúku -
kvenna yfir í athafnir þurfti þó afl, áhrif og áræði. Það þurfti utanað -
komandi byltingu — orðræðu kvenréttinda og hinna alþjóðlegu
strauma með stofnun kvenréttindafélags Íslands.50
Fólkið í stúkunum, karlar sem konur, var mótað af hinu hefð -
bundna viðhorfi til stöðu kvenna enda þótt lög stúkna gerðu ráð
góðtemplarareglan á íslandi 29
47 Þetta voru karólína Siemsen, Jónína Jónatansdóttir, virkir meðlimir í stúkunni
Dröfn nr. 55, og Jónína í kRFÍ: Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil. Saga
Kvenréttindafélags Íslands 1907–1992 (Reykjavík: kRFÍ 1992), bls. 119–120; Verka -
kvennafélagið Framtíðin 60 ára 1925–1985. Ásgeir Guðmundsson tók saman
(Hafnarfjörður: Verkakvennafélagið Framtíðin 1985), bls. 13.
48 Tony Bennett, Culture. A Reformer’s Science, bls. 70.
49 Susan F. Harding, „American Protestant Moralism and the Secular Imagin -
ation: From Temperance to the Moral Majority“, Social Research 76:4 (2009), bls.
1292.
50 Í þessu sambandi má nefna að bandaríski sagnfræðingurinn Lynn Hunt telur
að franska stjórnarbyltingin hafi á sínum tíma opnað konum rými á hug-
myndafræðilegum grunni og stuðlað að fæðingu femínisma þrátt fyrir bak -
slagið og íhaldssemina sem á eftir fylgdi. Sjá tilvitnun í Lynn Hunt í karen
Hunt, „Women as Citizens. Changing the polity“, Routledge History of Women
in Europe since 1700. Ritstj. Deborah Simonton (London: Routledge 2006), bls.
226–227.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 29