Saga - 2016, Blaðsíða 32
fyrir jöfnum rétti kvenna til framgangs og embætta. konur nýttu sér
einnig bindindisbaráttuna til að sýna körlum að konur og karlar
gætu staðið saman um þjóðþrifamál, eins og kom fram í Kvenna -
blaðinu árið 1908.51 Þannig nýttu bæði kynin orðræðuna eða bind-
indisbaráttuna til að fleyta sínum sjónarmiðum fram — karlarnir
töluðu fyrir kosningarétti kvenna til að ná fram aðflutningsbanni,
konurnar mæltust til samtakamáttar um að hafa áhrif á atkvæða -
greiðsluna um aðflutningsbannið til að efla álit samfélagsins á kon-
um og nauðsyn á framgangi þeirra.
krafan um aðflutningsbann áfengis hér á landi og bein tenging
hennar við orðræðu um kosninga- og kjörgengisrétt kvenna greiddi
götu þeirra pólitísku réttinda. Almenn viðhorf samfélagsins viður-
kenndu slíkar róttækar breytingar þó fremur í orði en á borði. Árið
1911, eða um það leyti sem aðflutningsbannið var við það að komast
í framkvæmd, varð bakslag í jafnréttisumræðunni hér — líkt og
gerst hafði í kjölfar byltingarinnar forðum.52
Góðtemplarahús og menningarstarf
ein mikilvægasta forsenda bindindisstarfsins í stúkunum var at -
hvarfið til fundahalda. Húsin sem góðtemplarar reistu víða um land
lögðu grundvöll að starfinu og jafnframt skapaðist með þeim aukið
félags- og menningarlíf. Fréttir frá nýstofnuðum stúkum voru fastir
liðir í málgagni templara. ekki stóð á ritstjórunum að mæra fram-
takssamar stúkur.53 Af slíkum fréttum sést að talsverður hugur
greip um sig við stúkustofnun og félagsmenn vildu fljótt fara að
byggja. Með húsbyggingu fjölgaði meðlimum oft verulega og sam -
staða og kraftur kom í félagslífið.54 Orðræðan í málgagninu stuðlaði
nanna þorbjörg lárusdóttir30
51 „Samtök og samvinna“, Kvennablaðið 14:4 (1908), bls. 26.
52 Um bakslag 1911 sjá Sigríður Matthíasdóttir, „karlar og viðhorf þeirra til kven-
réttinda á Íslandi um aldamótin 1900“, Ritið 8:1 (2008), bls. 33–61; Guðmundur
Hálfdanarson, „kosningaréttur kvenna og afmörkun borgararéttar —
umræður um þátttöku og útilokun í íslensku samfélagi“, Kosningaréttur kvenna
90 ára. Erindi frá málþingi 20. maí 2005 (Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna-
og kynjafræðum 2005), bls. 22–41.
53 Sjá t.d. „Samkunduhús G.-T. í Hafnarfirði“, Íslenzki good-templar 1:4 (1887), bls.
26.
54 Húsbygging var nefnd í Morgunstjörnunni í Hafnarfirði eftir þriggja mánaða
starf 1885 og á Sauðárkróki var hafist handa strax fyrsta mánuðinn 1887. eftir
húsbyggingu númer tvö á eyrarbakka, 1899, var annað hvert mannsbarn á
staðnum í stúku: Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kærleika, bls. 57.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 30