Saga - 2016, Page 33
að metnaði og aðgerðum. ef ein stúka byggði af myndarskap gat
önnur vart legið á liði sínu.
Félagsmenn komu á framfæri fréttum af uppgangi og menning-
arviðburðum; vígsluhátíðum húsa, afmælisfögnuðum stúkna eða
skemmtunum í tilefni af heimsóknum regluboða. Fluttar voru ræður
og frumort kvæði, sungið, spilað og dansað fram á nótt.55 Orðræðan
í málgagninu var hvetjandi, menn brugðust við henni og sýndu þá
atorku sem vænst var. Það eitt og sér veitti viðurkenningu og jafn-
framt ákveðna fullnægju, því væntingar höfðu verið uppfylltar. Af
slíkum fréttum úr málgögnum templara, ásamt lauslegri könnun
nokkurra annarra heimilda, virðast góðtemplarastúkur hafa byggt
14 hús utan Reykjavíkur til aldamótaársins 1901 og að minnsta kosti
17 til viðbótar voru reist eftir aldamótin og til ársloka 1908. Fyrsta
húsið reis á Ísafirði 1885 og næstu tvö ári síðar, á eyrarbakka og í
Hafnarfirði.56 Þótt hús risi var starfsemin ekki tryggð því rekstur
þess og viðhald kallaði á fé. Fjárþröng varð því viðvarandi vandi
sem sífellt þurfti að bregðast við.
Í blaðinu Hauki á Ísafirði, árið 1897, voru fjárhagsörðugleikar
bindindisfélaga og stúkna reifaðir og rökin að baki skemmti starf -
semi þeirra skýrð. Greinina ritaði Stefán Runólfsson, meðlimur
Prentarafélagsins frá 1887, stúkufélagi í Verðandi í Reykjavík og
virkur í bindindisstarfi á Ísafirði 1893–1901. Stefán útskýrði í grein-
inni að lög Góðtemplarareglunnar hindruðu að nýta mætti fé úr
sjóði stúkna til nokkurs annars en bindindisstarfs. Félagsgjöld
meðlima væru höfð eins lág og kostur væri en kostnaður við funda-
höld og allt það sem starfseminni fylgdi væri töluverður. Félags -
gjöld hrykkju þess vegna skammt. Það væri því leið framtakssamra
meðlima að auka fé til fastrar starfsemi félagsins með skemmtisam-
komum af ýmsu tagi fremur en að fara bónarveg eða leið frjálsra
samskota.57
Þegar gluggað er í fundargerðabækur stúkna á Ísafirði frá 1898
og til ársloka 1907 fer hinn stöðugi barningur við að halda sjó í fjár-
málum og standa straum af rekstri stúkuhúsanna í bænum ekki
góðtemplarareglan á íslandi 31
55 Sjá t.d. um hátíð á Seyðisfirði: „Bálkur almennings“, Good-Templar 5:4 (1901),
bls. 51–52.
56 Tafla yfir góðtemplarahús: Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kærleika,
bls. 56.
57 „Bindindismál“, Haukur 1:7–8 (1897), bls. 29. Um Stefán: Lbs.-Hbs. Magnús
Aspelund, Leiklist á Ísafirði á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar,
B.A.-ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2006, bls. 21–22.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 31