Saga - 2016, Page 37
löndum þar sem önnur samhliða umræða styrkti kröfuna um bann
— baráttan fyrir sjálfstæði eða sjálfsmynd þjóðarinnar. Það sama átti
við um Bandaríkin. Samfélagslegar aðstæður og þungi þjóðernis-
hyggjunnar þrýstu á um bindindisorðræðu og bann í þessum lönd-
um líkt og á Íslandi. Málflutningur templara hér á landi um áfeng-
isbölið og leiðir til að vinna á því átti sér orðið langan aðdraganda
þegar ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu var tekin árið 1905. Sú
umræða hafði þá staðið yfir linnulítið í tvo áratugi.
Orðræða góðtemplara
Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og síðar ráðherra, ritstýrði Íslenzka
good-templar á árunum 1891–1893. Björn fór mikinn í umfjöllun um
áfengismál og ritaði þar meðal annars:
Vjer bindindismenn segjum: „Vjer berum ábyrgð bæði fyrir sjálfa oss
og aðra, þar sem því verður komið við; en svo er í þessu máli. Oss kem-
ur allt þjóðfjelagið við, aldir og óbornir. Vjer vitum öruggt ráð til þess
að afstýra frá því miklum voða og firra það miklum ófögnuði … Það er
að hafa áfenga drykki alls eigi um hönd; gera þá landræka. … Öll
neyzla þeirra er óhóf.69
Í þessum málflutningi Björns birtist meginþunginn í sjónarmiðum
góðtemplara; siðferðisleg ábyrgð, þjóðernislegur þungi ásamt bjarg-
fastri sannfæringu um góðan málstað og andúð á því sem ekki
stuðlaði að algerri útrýmingu áfengisins. Þar var hófsemisdrykkjan
helsti óvinurinn. Rök hófsemdarmanna voru templurum skeinuhætt
því þau fólu í sér jákvæð hugtök; einstaklingsfrelsið og nauðsyn
þess að styrkja sjálfsagann gegn freistingum.70 Til að mæta sjón-
armiðum hófsemdarmanna og vinna þá sem aðra á band templara
þurfti því fimi, mælsku og festu. Það þurfti tryggt haldreipi. Hand -
hægust voru þar kristileg gildi um bróðurkærleik.71 Templarar
óskuðu einnig stuðnings kirkjuyfirvalda og nýttu við þann þrýsting
orðfæri kirkjunnar sjálfrar, höfðuðu til reynslu presta og persónu-
legrar samvisku eins og lesa má í ákalli þeirra til kirkjuyfirvalda
1890:
góðtemplarareglan á íslandi 35
69 „Hófdrykkja og ofdrykkja“, Íslenzki good-templar 7:13 (1893), bls. 102.
70 Sjá t.d. málflutning Hannesar Hafstein: Alþingistíðindi 1909 B, bls. 961–962.
71 Um kristilegt orðfæri gegn hófsemdarsinnum: Nanna Þorbjörg Lárusdóttir,
Í trú von og kærleika, bls. 74–75.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 35