Saga - 2016, Síða 38
Þjer hafið sjeð sakleysi æskunnar spilt og afskræmt þegar á barnsaldr-
inum, þjer hafið sjeð heiðvirða menn missa sóma sinn og virðing …
Þjer hafið heyrt hinar þungu harmatölur konunnar, sem gipt er
drykkju manninum, sem örvæntir um framtíð sína og barna sinna. Þjer
hafið sjeð þá eymd, ófrið, ókristilegt líf og orðbragð, sem ofdrykkjan
hefir vakið … þjer hafið sjeð, hver áhrif þetta hefir á hugsunarlíf barn -
anna, er alast upp á þessum heimilum …
Vjer biðjum fyrir börnin, sem heimilislaus eru, tötrum klædd og for-
sjárlaus af völdum ofdrykkjunnar. Vjer biðjum fyrir konu drykkju-
mannsins, sem ávallt minnist þeirrar glöðu vonar, er hún hafði á
brúðkaupsdegi sínum um framtíðina og sem ef til vill enn gæti ræzt
fyrir yðar tilstilli. Vjer biðjum fyrir hinn aldraða föður, fyrir hina syrgj-
andi móður, sem eru niðurlút af minnkun og harmi yfir syni sínum eða
dóttur.72
Varla var prestastefnu annað fært en að bregðast jákvætt við svo
hjartnæmri áskorun. Biskup hét Góðtemplarareglunni vilja til að
rétta fram „bróðurlega hönd til samvinnu“. Þar galt hann líku líkt og
nýtti orðfæri templara í svari sínu.73 Hér var orðræðu markvisst
beitt á þann stýrandi hátt að árangur og samþykki viðmælandans
hlytist af eða viðurkenning þess sem fært var fram. Mælskir klerkar
fríkirkjusafnaðarins frá 1899, allir einlægir bindindismenn, lögðu
málefninu einnig lið.74 Að kirkjan skyldi láta til sín taka meðal
almennings til siðvæðingar og sáluhjálpar var sjónarmið þeirra, það
samræmdist vel áherslu templara á virkni til góðra verka.
Templarar höfðu verið iðnir í málgagninu við að draga fram hin
vísindalegu rök. Um og eftir aldamótin munaði um innlegg stuðn -
ingsmanns á sviði læknisfræðinnar, Guðmundar Björnssonar, þáver-
andi héraðslæknis í Reykjavík. Guðmundur talaði skýrt og skorinort
og í hressilegum gamansemistóni til almennings í fyrirlestri í árslok
1898. Hann beitti þar tilþrifum töframannsins, dró úr pússi sínu það
sem bindindismálið snerist um, eitrið sjálft í tvenns konar formi:
áfengis og ópíums, og raungerði þannig með „fýsískum“ hætti það
sem málflutningur templara tjáði í orði: áfengið sem „eitur“ í dag-
nanna þorbjörg lárusdóttir36
72 „Bindindismálið fyrir Synodus“, Íslenzki good-templar 4:11–12 (1890), bls. 81–82.
73 „Bréf Hallgríms Sveinssonar biskups, dags. 16. ágúst 1890“, Íslenzki good-
templar 4:11–12 (1890), bls. 83. Skáletrun mín.
74 Þetta voru Lárus Halldórsson, Ólafur Ólafsson og Haraldur Níelsson. Um frí-
kirkjusöfnuðinn í Reykjavík sjá Pétur Pétursson, „Vér undirskrifaðir. Stofnun
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og kirkjumálin í upphafi aldarinnar“, Ritröð
Guðfræðistofnunar 14 (2000), bls. 251–263.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 36