Saga - 2016, Side 40
nítjándu aldar, almenningur tók hann til sín og gerði að sínum. Hin
viðurkennda skoðun setti mark sitt á verslun og umsýslu „eiturs -
ins“. kaupmenn fóru að sýna fordæmi í verki, margir hættu að flytja
inn eða selja áfengi og veitingamenn fylgdu í kjölfarið eftir aldamót-
in. Málgagn templara og Ísafold greindu frá áfangasigrunum.78
Samfélagið gekkst hér inn á þá stýringu sem þekkingarorðræðan
bauð. Fáir voru ósnortnir eða treystu sér til opinberra andmæla.
Menn ýmist viðurkenndu boðskapinn, löguðu sig á einhvern hátt að
hinni viðurkenndu orðræðu og/eða umbreyttust í „agenta“ hinnar
mjúku stýringar valdsins.79
Með eindreginni áherslu templara á „eitrið“ var athyglinni mark -
visst beint að því. Á þann hátt opnaðist leið til að stýra líkamanum,
neyslu einstaklingsins á áfengi og viðhorfum hans til þess. Stýringin
laut ekki einungis að lífi hvers einstaklings heldur einnig afkomend-
anna, með áherslu templara á arfgengi þess skaða sem áfengisneysla
ylli. Leitast var við að beina lífsmáta einstaklingsins í þann far-
veg sem hið mjúka vald kaus og taldi samfélagið, þjóðina, hafa þörf
fyrir.
Þegar bannlög voru orðin raunhæfur möguleiki, mættu templ-
arar úrtöluröddum um þau með mótunarrökum. Brot yrðu aldrei
umflúin en landfræðileg einangrun ynni með Íslendingum og
einnig sú „siðferðilega menning“ sem áfengisleysið myndi stuðla
að.80 Áhersl an var áfram á freistnivaldinn sem ryðja þyrfti úr vegi
— táknið smættaða í lífvaldskenningu Foucault. Með lögum gegn
áfengi myndu Íslendingar venjast af víni og nautnin hverfa. Það
myndi auka siðferðisvitund þeirra, móta þá og þjóðina í heild til
framfara.
Hin þjóðernislega vídd
Í Good-Templar frá 1897 var þjóðinni í ríkara mæli teflt fram í mál-
flutningi um áfengismál. Það var þjóðin sjálf sem þurfti að opna
augu sín og gera áfengið „landrækt“.81 Boðskapnum var markvissar
nanna þorbjörg lárusdóttir38
78 „Áfengislausar verzlanir“, Ísafold 18. mars 1897, bls. 69; J. Ó., „Hálft landið“,
Good-Templar 4:12 (1900), bls. 145–146; „Ýmislegt“, Good-Templar 7:5 (1903), bls.
56.
79 Tony Bennett, Culture. A Reformer´s Science, bls. 75.
80 Ludvig Möller, „Áfengisnautnin og aðflutningsbannið“, Templar 19:10 (1906),
bls. 37–38.
81 „Innflutningsbann“, Good-Templar 1:11 (1897), bls. 163–164. Skáletrun mín.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 38