Saga - 2016, Síða 41
beint að alþýðu. Henni var hrósað fyrir að hafa „haldið bindindis-
málinu uppi“ en um leið var hún skömmuð fyrir að hafast ekki nóg
að og taka sér um of til fyrirmyndar það athæfi æðri stétta sem þætti
fínt.82 Hér var því vandað um fyrir alþýðu líkt og fyrir konum.
Undir aldamótin taldi ritstjórinn, Ólafur Rósenkranz, vilja alls al -
mennings, bindindissinna og andstæðinganna, farinn að hneigjast
eindregið að því að „lækning áfengisbölsins“ væri orðin „þjóðar -
sann færing“.83
Aldamótaárið 1901 greip um sig baráttuhugur meðal forkólfa
templara. Árið var afmælisár í sögu reglunnar og templarar væntu
þess að upplifa brátt annan vendipunkt, sjálf „brennivíns alda mót -
in“, enda hafði uppgangur ríkt í stúkunum.84 Þeim fannst því
tímabært að kanna vilja þjóðarinnar og gengust þeir fyrir slíkri
könnun á árabilinu 1901–1903 meðal kosningabærra og annarra
„vitnis færra“ karla og kvenna.85 Niðurstaðan lá fyrir stórstúku -
þingi 1903. Þar lýstu fleiri sig hlynnta aðflutningsbanni en sölu-
banni, en hún sýndi þó ekki meirihlutafylgi kjósenda fyrir því.86
engu að síður sam þykktu templarar að fara fram með frumvarp
um aðflutningsbann 1903. Næðist það ekki hafði framkvæmda-
nefnd stórstúkunnar heimild til að þrýsta á Alþingi um skipun
milliþinganefndar til að undirbúa málið fyrir þingið 1905. einnig
fylgdi heimild til áskor unar á þingið um að stjórnvöld leituðu álits
kjósenda á mál inu.87
Frumvarpið um aðflutningsbann 1903 kom reyndar of seint og
fékk ekki umræðu í þinginu. Með því varð kúvending af hálfu
templara því undanfari aðflutningsbanns hafði í hugum þeirra
góðtemplarareglan á íslandi 39
82 Alþýðu hrósað: „Áfengis-löggjöf vor“, Good-Templar 1:10 (1897), bls. 145;
Alþýða skömmuð: Sig. Júl. Jóhannesson, „Bindindið og menntamennirnir“,
Good-Templar 1:5 (maí 1897), bls. 65 og 69; I.S., „Hvað tefur fyrir bindindismál-
inu“, Good-Templar 1:7 (1897), bls. 99–102.
83 „Næstu áfengislögin“, Good-Templar 3:3 (1899), bls. 36.
84 Stórstúka Íslands varð 15 ára og hin alþjóðlega regla 50 ára: „Brot úr um -
burðarbréfi Stór-Templars“, Good-Templar 5:1 (1901), bls. 16.
85 „Alþingi Goodtemplara“, Ísafold 12. júní 1901, bls. 149–150.
86 Samtals 3140 kjósendur höfðu brugðist við könnuninni, 2000 reynst fylgjandi
aðflutningsbanni og 800 sölubanni. Á kjörskrá á tímabilinu voru yfir 7000
manns og var því fylgi aðflutningsbanns einungis rúmur fjórðungur kjósenda.
Með sölubanni var sala áfengis í landinu óheimil en einstaklingum heimilt að
panta það utanlands frá.
87 „Stórstúkuþingið“, Good-Templar 7:6 (1903), bls. 58–59. Skáletrun mín.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 39