Saga - 2016, Síða 42
ávallt verið þjóðarviljinn, sem þegar hér var komið var ekki fyrir
hendi. Forystumenn þeirra vildu með frestun málsins til 1905 kaupa
sér tíma til aukins þrýstings — og tryggja að könnun á áliti almenn-
ings færi fram að tilstuðlan stjórnarinnar. Sjálfir töldu þeir sig ekki
geta staðið fyrir annarri undirskriftasöfnun án þess að málið drægist,
með tilheyrandi fylgistapi þess. Þeir litu einnig svo á að betra væri
að berjast fyrir málinu eftir að það væri komið inn á Alþingi.88 Slíkt
gaf baráttunni fyrir því aukið vægi. Sá tími sem í hönd fór, frá stór-
stúkuþingi 1903 og fram að Alþingi 1905, voru upphafsár heima-
stjórnar. Innleiðing þingræðis opnaði templurum þann möguleika
að þrýstingur á þjóðina bæri árangur inni á Alþingi þar sem fram-
kvæmdarvald skyldi nú lúta meirihluta þingsins. Væntanleg heima-
stjórn var því orsök kúvendingarinnar og templurum „kröftug
hvöt“. Í Templar, nýju málgagni, var tónninn gefinn: „Vaknið og
vinnið!“89 Templarar vissu að þjóðaratkvæðagreiðsla var það eina
sem fleytt gæti málinu fram.90
Í upphafi nýrrar aldar voru Íslendingar að feta sig í átt til þjóð -
ríkis með leikreglur lýðræðis í öndvegi. Lýðræðisleg hugsun var
virk þótt hugtakið sjálft væri ekki notað og skilningur á inntaki þess
væri ómótaður, þar sem á tókust sjónarmið fulltrúalýðræðis og
beins lýðræðis grasrótar eða almannaviljans.91 Segja má að templ -
arar hafi nýtt sér vel hið fremur veika fulltrúaræði, því þeir beittu
jafnan þrýstingi á þingmenn og skákuðu þar í skjóli vaxandi og
almennrar fylgispektar við þungan straum bindindisorðræðunnar
og álits þingmannanna í augum kjósenda. Almenn þjóðernis vakn -
ing hér á landi jókst með sjálfstæði Noregs 1905 og stofnun fyrstu
ungmennafélaganna hér á landi 1906 var liður í henni.92
Augljós líkindi voru með stúkunum og ungmennafélögunum,
ekki síst í andanum og eldmóðnum við útbreiðslu boðskaparins, þar
nanna þorbjörg lárusdóttir40
88 „Bannlagamálið“, Good-Templar 7:4 (1903), bls. 49–50.
89 „Stjórnarbreytingin og bindindismálið“, Good-Templar, 7:12 (1903), bls. 106;
„Áhugi og undirskriftir“, Templar 17:2 (1904), bls. 5.
90 „Bannlagamálið“, Good-Templar 7:4 (1903), bls. 49–50.
91 Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis: Áfengislöggjöfin 1887–1909“,
Saga XLIV:2 (2006), bls. 86; Gunnar Þór Bjarnason, Upp með fánann! Baráttan um
uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga (Reykjavík: Mál og menning 2012),
bls. 267.
92 Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, Í trú von og kærleika, bls. 48.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 40