Saga - 2016, Side 44
Það var gæfa fyrir málstað templara að þjóðaratkvæðagreiðsla
um aðflutningsbann fór fram samhliða alþingiskosningum 1908 þar
sem uppkastið var baráttumálið, því það átti þátt í að tryggja niður -
stöðu áfengismálsins. Í úrslitunum, þar sem 60,1 prósent gildra
atkvæða féll með bannlögum, var samræmi milli þess fjölda sem
hafnaði uppkasti og samþykkti lög um áfengisbann og hinna sem
samþykktu uppkast en höfnuðu aðflutningsbanni.97 Þótt ekki verði
hér fullyrt að allir þeir sem höfnuðu uppkasti hafi verið bannmenn,
átti andspyrnan gegn uppkastinu og málflutningurinn um útrým -
ingu áfengis með þjóðaratkvæðagreiðslu sér ákveðinn samnefnara.
Baráttan gegn uppkastinu var í hugum manna orðin eins konar
skapadægur, próf á sjálfsmynd þjóðarinnar, örlög hennar, dug og
þor.98 Það átti líka við um bannbaráttu templara. Þótt málin væru
ekki samþætt í kosningabaráttunni sjálfri voru þau tengd í orðræð -
unni sem umlukti þau. Andstaðan við uppkastið var tengd þjóðholl-
ustu og framtíðarsýn líkt og áfengisbannið hafði í orðræðunni mark-
visst verið tengt meintum þjóðarvilja og þrá eftir nýju Íslandi og
betri Íslendingum. Hvort tveggja snerist um framtíðarskilyrði
þjóðar innar og það réð úrslitum. Það má því hugsa sér að atkvæði
greitt banni hafi orðið einskonar sjálfsögð og þögul afleiðing þjóð -
ernisorðræðunnar í kringum uppkastið og þannig fleytt bann niður -
stöðunni í höfn. Fylgi við aðflutningsbannið kom hvað eindregnast
fram á þeim svæðum þar sem uppgangur stúkna og útbreiðsla var
mest, á norðanverðum Vestfjörðum, í Reykjavík og í Gullbringu- og
kjósarsýslu. Bannfylgið var því almennt útbreitt líkt og starfsemi
stúknanna. einungis í örfáum sýslum voru já-atkvæði með banni
undir 50 af hundraði.99
Upp úr 1870 og enn frekar með tilkomu góðtemplara 1884 hafði
orðræðan um áfengið á Íslandi einkennst af neikvæðri umfjöllun.
Áherslan hafði legið á bölinu sem fylgdi drykkju og drykkjusiðum
Íslendinga. Brennivínið var þar í öndvegi en það hafði í hugum
fólks lengi verið talið bæði hitagjafi og heilsubót.100 Þjóðernisvakn -
nanna þorbjörg lárusdóttir42
97 Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis“, bls. 72–73.
98 Gunnar Þór Bjarnason, Upp með fánann!, bls. 139 og 220.
99 Andstaðan var mest í Norður-Þingeyjarsýslu, á Seyðisfirði, í Suður-Múlasýslu
og Austur-Skaftafellssýslu: Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946 (Reykja -
vík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 318. Sjá útbreiðslukort stúknanna hér að
framan.
100 Sú neikvæða orðræða náði reyndar aftur á fimmta áratug nítjándu aldar. Um
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 42