Saga - 2016, Side 46
Meðbyr með stúkunum minnkaði frá þjóðaratkvæðagreiðslunni
1908 og einnig almennur hugur í fólki, sem þegar þarna var komið
taldi baráttuna gegn áfenginu unna. Fólk gekk í auknum mæli í hin
nýstofnuðu ungmennafélög.105 Fylgi templara reis hins vegar á ný
frá 1922 og náði sögulegu hámarki árið 1928.106 Það jókst með auk-
inni þjóðernisorðræðu eftir að Spánverjar kröfðust þess að Íslend -
ingar leyfðu innflutning léttvína gegn aðgangi að saltfisksmörk -
uðum Spánar. Undanþága Alþingis 1922, sem heimilaði innflutning-
inn, og staðfesting hennar 1923 fól í sér afarkosti í hugum bindindis -
sinnaðra Íslendinga.107 Hún var talin árás á sjálfsákvörðunarrétt
þjóðarinnar. einróma þingsályktun alþingismanna í kjölfar hennar
ítrekaði „knýjandi nauðsyn“ laganna.108 Sú yfirlýsing dregur vel
fram hve alþingismönnum, að vísu í gildandi áfengisbanni, var
nanna þorbjörg lárusdóttir44
Tafla 2. Aðdragandi áfengisbanns og afnám þess
1908 Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðflutningsbann
1909 Lög um aðflutningsbann samþykkt
1912 Aðflutningsbann tekur gildi
1915 Sölu- og neyslubann áfengis (undanþágur)
1922 Undanþága fyrir innflutning léttvína (Spánarvín)
1928 Hert viðurlög við brotum á bannlögum
1933 Þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám bannlaga
1934 Afnám banns
1935 Sterkt áfengi selt í ÁVR (frá 1. febrúar)
Heimildir: Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946, bls. 317–318; Stjórnartíðindi
fyrir Ísland 1909 A–B, bls. 216–225, 1915 A–B, bls. 84–85, 1934 A, bls.116–117;
Arnar Guðmundsson og Unnar Ingvarsson, Bruggið og bannárin, bls. 83, bls. 108–
109 og bls. 177.
105 Á þremur árum frá 1907 voru 100 ungmennafélög stofnuð í landinu og fjöldi
félagsmanna tæplega tvöfaldaðist fram til 1917, fór úr 1250 félögum í 2350:
Jón M. Ívarsson, Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík: UMFÍ 2007),
bls. 24–25; Gunnar kristjánsson, Ræktun lýðs og lands, bls. 87.
106 Árið 1928 var heildarfjöldi góðtemplara, ásamt unglingareglunni, 11.374
meðlimir: Brynleifur Tóbíasson, Bindindishreyfingin á Íslandi, bls. 131 og 172.
Sjá töflu 1 um meðlimafjölda stúkna.
107 Um aðdraganda undanþágunnar sjá Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfeng-
ismála fram um 1940“, bls. 102–104, og um ályktanir félagasamtaka sjá
„Ályktanir gegn áfenginu“, Templar 36:8 (1923), bls. 29.
108 Alþingistíðindi 1923 A, bls. 1163. Um sjaldgæfi slíkra samhljóma ályktana sjá
Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 106.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 44