Saga - 2016, Síða 47
umhugað um að ganga ekki gegn því alltumlykjandi samþykki sem
bindindi hafði öðlast í almennri umræðu og í tengingu banns við
þjóðina og „vilja“ hennar. Alþingismenn voru, líkt og almenningur,
á valdi ríkjandi orðræðu. Þeir bæði stýrðu og létu stýrast af henni.
er það í samræmi við kenningar Foucault um mikilvægi og áhrifa-
mátt orðræðunnar, jafnt í stjórnvaldstækninni og lífvaldinu, en
orðræðan leiðir þegnana inn á braut stýringar og fær þá til að gang-
ast inn á það regluverk og þau viðurkenndu gildi sem þjóðarlíkam-
inn þarfnast hverju sinni.109 Þótt orðræðan komi að ofan, frá þeim
lærðu, í formi þekkingar og hugmynda, gengur vald hennar í gegn-
um einstaklingana alla. Þeir, háir sem lágir, hrærast í ríkjandi sam-
félagsumræðu og mótast af henni.
Áfengisbannið hindraði ekki drykkju þó það drægi úr henni og
hindraði aðgengi að áfengi. Bannið viðhélt hins vegar því illa orð -
spori sem neysla „eitursins“ hafði í huga almennings, mótaði að -
gerðir stjórnvalda og beindi þeim í ákveðinn og einhliða farveg
næstu áratugina. Drykkja á Íslandi var þó talsvert minni en víða í
löndunum í kring.110 Af töflu 3 sjást feitletruð þau ár þegar templ -
arar og bindindisorðræða þeirra var í uppgangi hér á landi, en á
þeim tíma eða í kjölfarið dró úr áfengisneyslu. Sókn góðtemplara
virðist því einatt hafa dregið úr drykkju um skeið.
Tafla 3. Áfengisneysla allra drykkja, umreiknuð í hreinan vínanda
á íbúa
Ár Lítrar Ár Lítrar
1881–1885 2,36 1936–1940 0,88
1886–1890 1,51 1941–1945 1,16
1891–1895 2,02 1946–1950 1,76
1896–1900 1,93 1951–1955 1,44
1901–1905 1,55 1956–1960 1,66
1906–1910 1,15 1961–1965 1,87
1911–1915 0,9 1966–1970 2,28
Heimild: Hagskinna, bls. 658.
góðtemplarareglan á íslandi 45
109 Michel Foucault, „Right of Death and Power over Life“, bls. 140.
110 Hún var að meðaltali um 0,8 lítrar af hreinum vínanda á mann frá 1935 (eftir
afnám banns) og næstu árin þar á eftir. Sama mæliaðferð fyrir árin 1925–1932
sýndi 2,5 lítra meðaltalsneyslu í Danmörku, 2,0 lítra í kanada og 20 lítra í
Frakklandi: Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 133.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 45