Saga - 2016, Qupperneq 50
aðhalds og eftirlits í nærumhverfi, þótt erlendar fyrirmyndir væru
einnig til. Í Svíþjóð hafði hugmyndin um áfengisvarnarnefndir í
hverju bæjarfélagi komið fram 1909, þar sem ætlunin var að fást við
áfengisvanda á einstaklingsgrundvelli og hafa umsjón með áfengis-
sölunni — nokkuð sem varð frá 1919 að veruleika í kerfi sem inn-
leiddi áfengiskaupabækur einstaklinga.118
Aðgerðir stjórnvalda til að takmarka áfengisdrykkju og draga úr
þeim skaða sem hún olli héldu áfram næstu áratugina. Þær virðast
þó oft hafa einkennst af ákveðinni jafnvægislist milli orðræðunnar,
sem þrýsti á um aðgerðir, og fjárhagslegs ábata sem áfengissalan
skilaði ríkinu og reyndist ríkissjóði mikilvæg tekjulind.119 Tvískinn -
ungurinn átti við um áfengisvarnarnefndirnar, sem var ætluð íhlut-
un en höfðu þó litlar leiðir til úrbóta. Hann átti einnig við um lög-
gjöfina, svo sem lögin um héraðsbönn 1943 sem heimiluðu tilskild-
um meirihluta kjósenda í sýslu eða bæjarfélagi að krefjast lokunar
áfengisútsölu. Heimildin var fyrir hendi, jafnvel viljinn í hér aði, en
lokun náðist þó ekki fram „vegna framkvæmdaleysis ríkisstjórnar-
innar“.120 Skyndilokanir voru hins vegar aðferð sem hugn aðist
stjórnvöldum betur og til þeirra var gripið þegar ástæða þótti til.
Fyrirvaralaus lokun áfengisverslana fyrir Alþingishátíðina 1930
þótti hafa gefist vel.121 Hún virðist því hafa gefið tóninn fyrir fram-
haldið. Gripið var til slíkra lokana á fjórða áratugnum og var
heimild til þeirra ítrekuð í tengslum við áfengislög 1954.122
Skyndilokanir samrýmdust vel stefnu skömmtunar og takmörk-
unar aðgangs en með áfengisbanninu, ástandinu og þeim aðgerðum
sem af því leiddu, var slík aðferð orðin að segja má hefð. Í skyndi-
lokunum birtist einnig vel viðhorfið um hina óæskilegu félagslegu
hegðun sem þurfti að hefta — hugmynd sem gjarnan var tengd
aðgreiningu á grundvelli stétta. Hér beindist hún að alþýðu og sjó-
nanna þorbjörg lárusdóttir48
118 Jan Blomqvist, „The „Swedish model“ of dealing with alcohol problems:
Historical Trends and Future Challenges“, Contemporary Drug Problems 25:2
(1998), bls. 262–265.
119 Ópr. Sverrir Jakobsson, „Hernám, höft og áfengi“, „engin venjuleg verslun“,
Saga áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár. Drög 10. janúar 2013, bls.
170. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
120 Sama heimild, bls. 186 og 149; Um framkvæmdaleysi í Vestmannaeyjum:
Alþingistíðindi 1952 C, d. 131.
121 „Áfengisútsalan“, Vísir 26. júní 1930, bls. 3.
122 Ópr. Sumarliði Ísleifsson, „Saga áfengismála fram um 1940“, bls. 139, og í
sama handriti: Sverrir Jakobsson, „Hernám, höft og áfengi“, bls. 159.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 48