Saga - 2016, Qupperneq 53
var því ætíð teflt fram samhliða réttlætingu á afnámi laganna. Mál -
flutningur á öðrum grunni hefði ekki mælst vel fyrir og markmið
bannandstæðinga vart náð hljómgrunni. Þeir löguðu sig því að
orðræðu hinna.
Árið 1937, þremur árum eftir afnám bannlaga, var þolinmæði
templara þrotin. Sérstakt áhyggjuefni þeirra var þá áfengisnautn
kvenna og unglinga. Höfðu þeir frumkvæði að boðun „þjóðfundar“
allra bindindissinnaðra Íslendinga á Þingvöllum, til umræðu og
aðgerða.135 Með styrjaldarástandinu skömmu síðar leiddi skortur á
aðföngum til þess að Áfengisverslun ríkisins var lokað árið 1941 og
skömmtun og undanþágukerfi ríkti til 1945.136 Það ástand endur-
vakti eflaust kunnuglega umsýslu áfengis í landinu og átti líklega
þátt í að viðhalda hefðbundnum viðhorfum til áfengis sem beindust
að takmörkunum á aðgengi að því. Af því leiddi að með auknum
innflutningi áfengis í styrjaldarlok jókst þrýstingur á aðgerðir gegn
drykkjunni á ný. Síðasta samdráttarskeiðið í áfengisneyslu lands-
manna, 1951–1955, kom í kjölfar aukinnar herferðar templara frá
1946. Skilgreina má hana sem lokatilraun bindindissinna til að mæla
fyrir eða krefjast nýs aðflutningsbanns. Stórstúkan virkjaði þá
þrýstinginn á alþingismenn og kannaði í síðasta sinn fylgi aðflutn-
ingsbanns meðal landsmanna.137
Sókn templara gegn áfenginu leiddi til tímabundinna sveiflna í
neyslu þess. Sannfæringin um mikilvægi bindindis, eða í það minnsta
að varúðar væri gætt gagnvart afleiðingum „eitursins“ á þjóð í mót-
un, hafði hins vegar fest djúpar rætur. Við þá mótun hafði málflutn-
ingur templara reynst afdrifaríkur. Orðræðan sem gegn sýrði opin-
beran vettvang hafði mótað breytni og almennt viðhorf og fengið
fólk, jafnvel bannandstæðingana, til að laga sig að inntaki málflutn-
ingsins um varúð gagnvart áfenginu. Hún var þó án efa í ósamræmi
við vilja margra til að gangast undir algera afneitun áfengisnautnar
í raun, því hún fól í sér innrás í einkalíf manna og var þess vegna
góðtemplarareglan á íslandi 51
Undir ávarpinu 1909 birtust nöfn 105 karla, einkum menntamanna, embættis -
manna og iðnaðarmanna, en plássleysi olli því að ekki birtust nöfn allra.
Undir áskorunina 1917 rituðu 100 karlmenn nöfn sín, flestir embættismenn
og kaupmenn. Félagið Vörn státaði af á annað þúsund félagsmönnum eftir
nokkurra daga undirbúningstíma árið 1932.
135 „Allsherjar þjóðfundur bindindismanna á Þingvöllum“, Morgunblaðið 9. júlí
1937, bls. 3 og 7.
136 Ópr. Sverrir Jakobsson, „Hernám, höft og áfengi“, bls. 207.
137 Sama heimild, bls. 150–153.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 51