Saga - 2016, Page 54
viðkvæm. Útilokun bindindisumræðu á félagslegum vettvangi,
með al kvenfélagskvenna og verkakarla, bendir til þess. Orðræðan
var einnig á skjön við hagsmuni landssjóðs sem þarfnaðist innkomu
af sölu áfengis. Vegna fylgispektar við afl bindindisorðræðunnar
kusu þingmenn og stjórnvöld að lúta valdi hennar. Aðgerðir í áfeng-
ismálum fram yfir miðja tuttugustu öld mega teljast bein afleiðing
af orðræðu templara, bannástandinu sem af þeirri orðræðu leiddi
og hugmyndum um úrræði sem höfðu fest sig í sessi og lutu að
skömmtunum, takmörkunum, stýringu og eftirliti.
krafa um bindindi og fylgi við áframhaldandi eða jafnvel nýtt
áfengisbann rann í pólitískan farveg fremur en siðferðislegan er á
leið, enda hafði orðræða templara ávallt tengt bindindisbaráttuna
því stéttbundna og þjóðernislega. Orðræðan hélt áfram að stjórnast
af óttanum um að með „eitrinu“ færi íslensk alþýða sér að voða en
hún hafði nú stofnanavæðst innan stjórnmálaflokka sem nýttu sér
hana í nafni jöfnuðar, mótunar og þjóðhollustu.
Niðurstöður
Bindindisbaráttan í stúkunum opnaði farveg fyrir ríka félagslega
þörf almennings. Hugsjónin var siðvæðing og áhrif öðrum til eftir-
breytni — að gera Íslendinga að betri einstaklingum og virkari
þjóðfélagsþegnum. Í starfseminni fólst því andóf gegn ríkjandi
ástandi, ójöfnuði og sinnuleysi sérstaklega. Afleiðing athafna og
orðræðu templara hafði áhrif til mótunar í þá átt sem ætlað var en
einnig aðrar og óvæntari. Félagsstarfið skapaði íslenskri verkalýðs -
hreyfingu grundvöll og fyrirmynd sem hún reiddi sig á í byrjun.
Bindindis- og bannorðræða í anda templara lifði í málflutningi ver-
kalýðsleiðtoga sem pólitískt áhrifaafl fram eftir tuttugustu öld, enda
hafði hún bæði borið árangur og hlotið almennan hljómgrunn og
viðurkenningu. Orðræðan innan stúknanna örvaði lýðræðislega
meðvitund og virkni og efldi kröfur um aðkomu almennings í átt til
breytinga. Það átti ekki síst við um konur, sem opnaðist í stúkustarfi
athafnarými á yfirlýstum jafnréttisgrunni með körlum. Þar virðist
gagnrýni stúkubræðranna og krafa um liðsinni systranna í bindindis -
baráttunni hafa skerpt vitund kvennanna um rýrt hlutskipti sitt í
stúkunum, vakið mótstöðu meðal þeirra og löngun til athafna á
eigin forsendum.
Bindindisorðræða templara var markviss, hún var úthugsuð og
beinskeytt og henni var beitt með vísun í það sem var fallið til
nanna þorbjörg lárusdóttir52
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 52