Saga - 2016, Blaðsíða 55
hljómgrunns og árangurs meðal fólks hverju sinni; kristilegt orðfæri,
alltumlykjandi þjóðernishyggju, vísindalega þekkingarorðræðu, allt
byggt á sterkri mótunar- og framfarahyggju — sjálfstæðisbaráttunni
sem einkenndi árin um og eftir 1900. Samsömun fólks við bindindi-
sorðræðuna og straum þeirrar hugmyndafræði sem hún flæddi eftir
varð auðveld, að gangast inn á hana veitti viðurkenningu sem orð -
ræða á öndverðum meiði gerði ekki. Málflutningurinn um áfengið
sem „eitur“ og bannlög sem lausn var einföld, hún var tákngerð í
anda lífvaldsins. Á opinberum vettvangi varð hún ráðandi, hún
birtist í regluverki, hertri umgjörð og aðgerðum stjórnvalda til eftir-
lits með siðferðilegu taumhaldi fólks, þótt henni væri víða úthýst á
hinum félagslega vegna þess hve viðkvæm hún var.
Áfengisbannið og neikvæð reynslan af því hefði átt að tryggja
breytt viðhorf því nýjar áherslur mótast gjarnan af því neikvæða
sem víkjandi fyrirkomulag hefur skapað. Sú varð ekki raunin. Sjónar -
mið um varúð gagnvart „eitrinu“, sem templarar höfðu alið á í hálfa
öld þegar banni sleppti, höfðu fest sig í sessi. Þau byggðust áfram á
orðræðunni og óttanum um afdrif þjóðarinnar og þau héldu velli
langt fram á tuttugustu öld.
Abstract
nanna þorb jörg lárusdótt i r
ICeLANDIC IOGT.
SOCIAL AND CULTURAL IMPACT
Although it was only in 1884 that the first Icelandic lodges of the International
Organisation of Good Templars, as it is called today, became active, the organisa-
tion had expanded throughout much of the island by the last decade of the 1800s.
It remained the most populous major social movement until nearly 1950, when
membership in the ungmennafélög (youth and sports clubs) surpassed that of the
IOGT. With the objective of rendering “alcohol enjoyment” extinct, the IOGT
managed to force a national referendum in 1908 on prohibiting the import of alco-
hol. A subsequent ban on selling and consuming strong alcoholic drinks lasted for
20 years, from 1915 to 1935.
The article reviews IOGT’s achievements and the contributions of its focused,
organised discourse to the moral improvement of Icelandic society. The influence
of this discourse is analysed using Michel Foucault’s concepts of governmentality
and biopower. In connection with social and cultural impact, IOGT efforts helped
shape and provide a social basis for the first Icelandic labour unions, so that
mutual similarities appear. Lodge participation and the discourse of male mem-
góðtemplarareglan á íslandi 53
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 53