Saga - 2016, Page 57
ingibjörg sigurðardóttir og páll björnsson
Hjónaband í flokksböndum
Pólitísk þátttaka Ingibjargar Steinsdóttur og
Ingólfs Jónssonar á árunum milli stríða
Saga hreyfingar kommúnista á Íslandi er margslungnari en svo að nóg sé að
rýna í framvindu stefnumála og aðgerðir innan flokksstofnana eða rekja ævi
og störf helstu forystumanna. ein leið til breiðvirkari nálgunar að sögu
hreyfingarinnar er sú að greina hlut hinna almennu þátttakenda. Hjónin
Ingibjörg Steinsdóttir (1903–1965) og Ingólfur Jónsson (1892–1982) eru dæmi
um slíka fótgönguliða. Leiðir þeirra lágu saman í Reykjavík en þau settust
að á Akureyri árið 1922. Þau fluttu svo búferlum til Ísafjarðar 1926, þar sem
Ingólfur gegndi starfi bæjarstjóra í átta ár á meðan Ingibjörg reyndi fyrir sér
sem leikkona á helstu leiksviðum landsins. Þau voru bæði sannfærð um að
breyta þyrfti samfélaginu í anda kommúnisma. en hvað fólst í því? Vildu
þau einungis almennt bæta kjör verkalýðsins eða gekk það einnig út á að
fylgja flokkslínum? Áhugavert er í þessu sambandi að sjá hvernig flokksfor-
ystan í Reykjavík brást við tilraunum beggja til að fara sínar eigin leiðir
innan hreyfingarinnar en þau átök náðu ákveðnu hástigi árið 1932, þegar
miðstjórnin rak Ingólf úr flokknum. Hjónabandinu lauk með skilnaði árið
1939 en spyrja má hvort hörð innanflokksátökin hafi orðið til þess að grafa
undan því.
Í sagnaritun, bæði íslenskri og erlendri, hefur áhersla verið lögð á þá
sem mest höfðu völdin, vegna þess að viðkomandi skildu eftir sig
umfangsmestu og aðgengilegustu heimildirnar eða lyklana að
fortíðinni en einnig af því að konur og aðrir jaðarhópar þóttu ekki
verðugir þess að um þá væri skrifað. Þeir tveir einstaklingar sem hér
verða í brennidepli tilheyra ekki hópi hinna valdamestu. Heimilda -
fræðilega er reyndar ekki sérlega auðvelt að nálgast hjónin Ingólf og
Ingibjörgu vegna þess að hvorugt lét eftir sig skipulegt, hvað þá
skipulagt, heimildasafn, dagbækur, stór bréfasöfn eða viðlíka gögn.
Töluvert er þó til af heimildum um þau tvö, en öflun þeirra krefst
þess hins vegar að leitað sé fanga á mörgum og ólíkum stöðum. Hér
er til að mynda átt við bréf frá hjónunum, sem varðveist hafa í bréfa-
söfnum annarra einstaklinga, ummæli um þau í bréfum, greinum
eða bókum, auk tímarita og annars blaðaefnis. Hér mætti einnig
Saga LV:1 (2016), bls. 55–102.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 55