Saga - 2016, Blaðsíða 60
almennt. Að því leyti er þetta greining á þeirri menningu sem varð
til innan hreyfingar sem Ingólfur og Ingibjörg voru hluti af.
Í upphafi var orðið — bindindi
Leiðir Ingibjargar Steinsdóttur og Ingólfs Jónssonar lágu saman á
vettvangi Góðtemplarareglunnar í Reykjavík en bæði voru þau
upptekin af hugsjónum templara og virk innan samtakanna.
Reglan var ein helsta fjöldahreyfing landsins á fyrstu áratugum 20.
aldar enda spratt hún upp úr miklu lýðræðisumróti aldamótaár-
anna.7 Þótt karlar hafi verið ráðandi í hreyfingunni bauð hún
einnig upp á tækifæri fyrir konur til að þroska með sér hæfileika til
þátttöku í hinu nýja nútímasamfélagi. Átján ára var Ingibjörg orðin
flokksforingi í fjölmennri stúku, ein kvenna,8 og heimildir sýna að
hún tókst kappsfull á við þetta nýja hlutverk.9 Auk þess bauð
reglan upp á fjölbreytilegan vettvang félagslífs. Þannig gátu þau
Ingólfur lagt stund á eitt af áhugamálum sínum, leiklistina en geta
má þess að hann hafði gengið í Leikfélag Akureyrar skömmu eftir
stofnun þess 1917.10 Þegar þau Ingibjörg kynntust var Ingólfur far-
inn að gegna embættum í bindindishreyfingunni á landsvísu.11 Var
hann, svo dæmis sé tekið, einn aðalræðumaðurinn í allfjölmennri
skrúðgöngu og útifundi templara í Reykjavík í júlí 1921.12 Ingólfur
ingibjörg sigurðardóttir og páll …58
7 Sjá t.d. Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis: Áfengislöggjöfin 1887–
1909“, Saga XLIV:2 (2006), bls. 51–89; Nanna Þorbjörg Lárusdóttir, „Stúkusögur.
Góðtemplarar og innra starf 1885–1908. Uppeldi til áhrifa“, Sagnir 31 (2016),
bls. 141–157.
8 Á unglingsárum sínum gekk Ingibjörg í stúkuna Verðandi nr. 9 þar sem hún
var kosin flokksforingi árið 1921 en félagsmönnum, sem voru um 600, var
skipt upp í fjóra flokka; sjá „Til félaga stúkunnar Verðandi nr. 9“, Velvakandi.
Félagablað stúkunnar Verðandi 9:6 (1921), bls. 22.
9 „Stúkan Verðandi nr. 9“, Velvakandi 27. okt. 1921, bls. 29.
10 Haraldur Sigurðsson, Saga leiklistar á Akureyri 1860–1992 (Akureyri: Leikfélag
Akureyrar 1992), bls. 68.
11 Hann var t.d. kjörinn í framkvæmdanefnd á stórstúkuþinginu sumarið 1920;
sjá „Stórstúkuþingið“, Templar 33:7 (1920), bls. 26–27. Þá var hann æðsti
templar í umdæmisráði nr. 1 1921–1922; sjá „Umdæmisstúkan nr. 1“, Templar
34:10 (1922), bls. 40, og „Umdæmisstúkan nr. 1”, Templar 35:1 (1922), bls. 4.
Haustið 1922 var hann kjörinn í framkvæmdanefnd Umdæmisstúku nr. 1; sjá
„Aðalfundur Umdæmisstúku nr. 1“, Templar 35:10 (1922), bls. 39.
12 „Spánarsamningurinn og bannlögin“, Templar 34:6 (1921), bls. 22.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 58