Saga - 2016, Síða 63
Ingólfur skrifaði einnig harðorðar greinar gegn áfengisneyslu
enda voru margir jafnaðarmenn á þessum tíma virkir templarar.18
Hann setti vínbannið í pólitískt samhengi. Banninu mætti þakka að
fátækir verkamenn eyddu ekki lengur fjármunum í einhverja vit-
leysu heldur til að fæða og klæða fjölskyldu sína. Auk þess hafi
sparifé almennings margfaldast.19 einnig vildi hann sjá meiri ríkis-
rekstur, til dæmis að ríkið reisti og ræki síldarverksmiðjur með
hagnað almennings að markmiði.20 Þá lagði hann áherslu á að halda
uppi lögum og reglu, bæði inn á við og út á við. Þannig talaði hann
fyrir meiri og skilvirkari vöktun landhelginnar.21 Athyglisvert er
einnig að skoða viðhorf Ingólfs til lögreglunnar en á sínum yngri
árum var hann virkur í ungmennafélaginu á Akureyri. Árið 1919
bauð félagið til dæmis fram aðstoð vaskra félagsmanna svo lögregl-
an gæti haldið upp lögum í bænum, einkum þegar mörg erlend
fiskiskip voru í höfninni. Ingólfur var einn þeirra manna sem boðnir
voru fram.22
Ingólfur var ekki aðeins ellefu árum eldri en Ingibjörg — hann
var einnig orðinn að opinberri persónu þegar þau kynntust. Árið
1919 hafði hann gengið í Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur en auk
þess tók hann þátt í stofnun Alþýðublaðsins. Þar starfaði hann þétt
við hlið Ólafs Friðrikssonar (1886–1964) sem setjari, blaðamaður og
ritstjóri í forföllum hans til ársins 1922, auk þess að sinna nefndar-
starfi og stjórnarstörfum á vettvangi Alþýðusambandsins og Al -
þýðu flokksins.23 Reyndar má halda því fram að viðhorf Ingólfs til
hjónaband í flokksböndum 61
18 Sjá t.d. Ólafur R. einarsson, Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar 1887–1901
([Reykjavík]: Menningar- og fræðslusamband alþýðu 1970), bls. 58; Þorleifur
Friðriksson, Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906–1930.
Sagnfræðirannsóknir 19 (Reykjavík: efling, stéttarfélag og Sagnfræðistofnun HÍ
2007), bls. 29, 41 og 43; Jafnaðarmannafélagið á Akureyri. Fundargerðarbók 1924–
1932. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 27. Ritstj. Jón Guðnason (Reykjavík: Sagn -
fræði stofn un Háskóla Íslands 1990), bls. 5–6.
19 Ingólfur Jónsson, „Áhrif vínbannsins“, Alþýðublaðið 8. jan. 1921, bls. 1. einnig
átti hann eftir að beita sér gegn því á næstu árum að læknar gætu skrifað út
áfengislyfseðla; sjá Ingólfur Jónsson, „Læknabrennivínið“, Verkamaðurinn 18.
ágúst 1925, bls. 1–2.
20 „Úr umræðum á Alþýðuflokksfundi 7. mars“, Alþýðublaðið 11. mars 1924, bls.
3–4.
21 Ingólfur Jónsson, „Landhelgisgæslan í sumar“, Alþýðublaðið 23. maí 1922, bls. 1.
22 „Löggæsluþófið“, Verkamaðurinn 28. ágúst 1919, bls. 1.
23 Snorri G. Bergsson, Roðinn í austri, bls. 185, 206 og 227–228.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 61