Saga - 2016, Page 68
altíeinu fyrir mörgum að sjá en þurfti ekki einu sinni að hugsa um
sjálfa sig áður.47
Mánuði áður en þessi orð voru skrifuð hafði Ingibjörg orðið móðir.
Síðan lýsir hún því hvernig hún var farin að „agitera“ fyrir mál -
staðnum. Hér örlar á móðurtilfinningum gagnvart verkakonum:
Á síðasta verkakvennafundi var verið að tala um kaup-málið, og þær
voru að segja að það væri svo erfitt að fá utanfélagskonur til að vera
með í samtökunum. Hvað ég gæti með glöðu geði gengið til hverrar
einustu utanfélagskonu, og „agíterað“ í þeim! Þó ég feingi skammir
alstaðar og væri rekin öfug út úr þeirra húsum mundi ég ekki skamm-
ast mín fyrir fíluferðina. Heldur vera glöð yfir að hafa þó reint að gjöra
eitthvað til gagns. Ég mátti passa mig að klökna ekki við umhugsunina
að þurfa að yfirgefa þessar konur, þessar bástöddu sistur.48
Baráttukonan fyrir bindindi var komin með nýtt hlutverk. Hún var
orðin áhugasöm um sósíalisma en fann hins vegar til ákveðins van-
máttar og óskaði sér þess að vera betur að sér í hugmyndafræðinni,
eins og fram kemur í sama bréfi:
Hvað ég vildi að ég væri vel að mér í sósíalismus! Það á að verða hérna
einn g. voldugur kvennafundur í sumar. Verkak.félaginu var boðið að
senda fulltrúa á fundin, og við elísabet [væntanlega eiríksdóttir]
vorum kostnar. Við sögðum hvor við aðra herna um dagin að við
skyld um bara „steita“ okkur og láta okkar álit í ljósi um hlutina þó að
við værum náttúrlega í minnihluta. Mér veitir mjög létt að tala um það
sem ég ber skinbragð á, en ég er altof grátlega illa að mér í sósíal -
ismus.49
Ingibjörg taldi sig greinilega ekki hafa hina sósíalísku orðræðu á
valdi sínu. Valdið var ekki hennar. Hér er auðvitað ekki verið að
vísa til valds í þröngum eða formlegum skilningi heldur á breiðum
vettvangi í anda Michels Foucault.50 Þarna kemur einnig vel fram
að hún var á valdi tíðarandans því að áðurnefndar móðurtilfinn -
ingibjörg sigurðardóttir og páll …66
47 Lbs. Lbs. 15 NF: Bréfasafn einars Olgeirssonar. Ingibjörg Steinsdóttir til einars
frá Akureyri 22. apríl 1925, bls. 1–2.
48 Sama heimild, bls. 2.
49 Sama heimild, bls. 4.
50 Sjá til dæmis Michel Foucault, „Skipan orðræðunnar“, Spor í bókmenntafræði 20.
aldar. Ritstj. Garðar Baldvinsson og fleiri (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
HÍ 1991), bls. 191–226.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 66