Saga - 2016, Page 69
ingar voru auðvitað angi af húsmæðrahyggju eða heimilis hug -
myndafræði þess tíma.51
Bæjarstjóri á Ísafirði frá 1926
Sumarið 1926 fluttu hjónin búferlum til Ísafjarðar að tilstuðlan
alþýðuflokksmanna, sem höfðu haft meirihluta í bæjarstjórninni þar
síðan 1921. einn helsti talsmaður þeirra var bróðir Ingólfs, Finnur
Jónsson póstmeistari, alþingismaður Ísafjarðar frá 1933 til 1951 og
ráðherra í nýsköpunarstjórninni, sem var tveimur árum yngri en
Ingólfur.52 Hin sterka staða Alþýðuflokksins leiddi til þess að
Ísafjörður var oft kallaður „Rauði bærinn“ og í augum ísfirskra and -
stæðinga þeirra voru kratarnir ekkert annað en „kommúnistar“ eða
„bolsar“.53 Ísfirsku jafnaðarmennirnir réðu Ingólf í starf bæjar ráðs -
manns, eins og embættið var kallað. Á næstu árum var hann einnig
stundum titlaður bæjargjaldkeri. Í raun var hér um stöðu bæjarstjóra
að ræða, því að hann annaðist fjárreiður og fram kvæmdir á vegum
bæjarins, en bæjarstjóratitilinn fékk hann ekki formlega fyrr en
snemma árs 1930.54 Ingólfur var orðinn það virkur í hreyfingu rót-
tækra vinstrimanna á Akureyri að fregnirnar af flutningi þeirra vest-
ur á firði fengu á forystumenn hreyfingarinnar í bænum.55
Með þessu urðu viss þáttaskil í lífi Ingólfs því að vegna flutning-
anna seldi hann hlut sinn í prentsmiðjunni á Akureyri og fékkst lítið
við prentiðnina eftir það. Á Akureyri hafði Ingibjörg byrjað að feta
sig áfram á sviði leiklistarinnar og hún hélt áfram á þeirri braut
hjónaband í flokksböndum 67
51 Sjá t.d. Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald
á Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004). Sjá einnig Sigríður
Matthíasdóttir, „kvennahreyfing millistríðsáranna og átökin um hlutverk
kvenna innan þjóðríkisins“, Fléttur II. Kynjafræði — Kortlagningar. Ritstj. Irma
erlingsdóttir (Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 2004), bls.
103–111.
52 Haraldur Jóhannsson, „Nyrðra, syðra, vestra. Viðtal við Ingólf Jónsson hrl.“,
bls. 193.
53 Sjá t.d. Sigurður Pétursson, Vindur í seglum. Saga verkalýðshreyfingar á Vest -
fjörðum. I. 1890–1930. ([Ísafjörður]: Alþýðusamband Vestfjarða 2011), einkum
bls. 217–272.
54 Sama heimild, bls. 257, 271.
55 Sjá t.d. bréf Jóns G. Guðmanns til einars Olgeirssonar frá 23. apríl 1926, birt í:
Sólveig kr. einarsdóttir, Hugsjónaeldur. Minningar um Einar Olgeirsson (Reykja -
vík: Mál og menning 2005), bls. 233–234.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 67