Saga - 2016, Qupperneq 73
en á hennar eigin forsendum. Þrátt fyrir afstöðu eiginmannsins
ákveða þeir að gefa henni tækifæri því að ef til vill megi segja
Ingibjörgu eitthvað til. Það er síðan áréttað með þeirri athugasemd
að hann hafi vísað henni til Brynjólfs til frekari leiðbeiningar. Jens
vísaði henni með öðrum orðum ekki til einars Olgeirssonar, sem var
vinur Ingibjargar, enda var hann ekki sami harðlínumaðurinn og
Brynjólfur. Það átti eftir að koma betur í ljós á næstu fjórum árum,
þegar litlu mátti muna að einari yrði vísað úr flokknum fyrir að
standa of langt til „hægri“.65 ekki eru þó heimildir um að Ingibjörg
hafi sótt sér leiðbeiningu til Brynjólfs.
Frúin flytur fyrirlestra og safnar fyrir traktor
eftir rúmlega átta mánaða dvöl erlendis sneri Ingibjörg aftur til
Íslands 8. apríl 1930. Í viðtölum við Morgunblaðið og Alþýðublaðið
sagðist hún ætla að halda fyrirlestra um för sína til Sovétríkjanna og
rússneska leiklist. Hún hefði tekið „fjölda merkilegra mynda“ með
sér sem hún vildi sýna, samtals um áttatíu skuggamyndir.66 Fyrsta
fyrirlesturinn hélt hún hjá helsta félagsskap kommúnista í Reykja -
vík, Jafnaðarmannafélaginu Spörtu, á skírdag, eða rúmri viku eftir
heimkomuna.67 Því næst flutti hún opinn fyrirlestur með skugga-
myndum í Nýja bíói annan í páskum og það fyrir fullu húsi en
aðgöngumiðinn kostaði eina krónu.68 Húsið tók nærri fimm hundr -
uð manns í sæti.69 Fáum dögum síðar endurtók hún leikinn í Góð -
templarahúsinu í Hafnarfirði.70 Fyrirlestrarnir voru allir aug lýstir í
hjónaband í flokksböndum 71
65 Sjá t.d. Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934. Sagnfræði -
rannsóknir 5. Ritstj. Þórhallur Vilmundarson (Reykjavík: Bókaútgáfa Menn -
ingar sjóðs 1979), bls. 89–93.
66 „Ingibjörg Steinsdóttir“, Morgunblaðið 11. apríl 1930, bls. 3; „Viðtal við frú
Ingibjörgu Steinsdóttur leikkonu“, Alþýðublaðið 11. apríl 1930, bls. 2. Að mynd-
irnar hafi verið 80 kemur fram hér: „Hafnarfjörður“, Alþýðublaðið 23. apríl 1930,
bls. 4; „Ingibjörg Steinsdóttir“, Alþýðublaðið 23. apríl 1930, bls. 3.
67 „Jafnaðarmannafélagið Sparta“, Alþýðublaðið 16. apríl 1930, bls. 1.
68 Sjá auglýsingar í Alþýðublaðinu 16. apríl 1930, bls. 3, og Vísi 17. apríl 1930, bls.
2; Ó.F., „Rússland“, Alþýðublaðið 22. apríl 1930, bls. 3.
69 eggert Þór Bernharðsson, „Landnám lifandi mynda. Úr sögu kvikmyndanna
á Íslandi til 1930“, Heimur kvikmyndanna. Ritstj. Guðni elísson (Reykjavík:
Forlagið 1999), bls. 803–831, hér bls. 808.
70 „Hafnarfjörður“, Alþýðublaðið 23. apríl 1930, bls. 4; „Ingibjörg Steinsdóttir“,
Alþýðublaðið 23. apríl 1930, bls. 3.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 71