Saga - 2016, Síða 74
dagblöðunum og sum þeirra hvöttu fólk til að tryggja sér aðgöng-
umiða. Alþýðublaðið sagði til dæmis: „Verður áreiðanlega gaman að
heyra frúna segja frá því, sem á daga hennar hefir drifið“.71 Síðan
hélt hún til Ísafjarðar þar sem hún talaði á 1. maí-kvöldskemmtun
verkalýðsfélaganna.72 Fáeinum dögum síðar, á sunnudegi, flutti
Ingibjörg svo opinn fyrirlestur um Rússlandsferðina og sýndi
skuggamyndir fyrir troðfullu Góðtemplarahúsinu á staðnum. Að -
gangseyrir var ein króna, eins og verið hafði syðra. Tíðindamaður
Skutuls sagði „auðheyrt“ að hún hefði „lagt sig fram um að kynnast
ástandinu sem best.“73 Ingibjörg endurtók fyrirlestur sinn skömmu
síðar „við ágæta aðsókn.“74 Síðan hélt hún til Norðurlands til að
flytja sama erindi á Siglufirði og Akureyri.75 efni fyrirlestranna féll
í kramið hjá tíðindamanni Alþýðublaðsins, líklega Ólafi Friðrikssyni:
Mjög fróðlegt var að heyra hvað hún hafði að segja um líferni verka-
lýðsins þar, um fimm daga viku, vinnutíma, sumarleyfi, barnaheimili,
almenningseldhús, skóla og fangelsi. Segir hún að allur borgaverka -
lýðurinn sé brennandi af áhuga fyrir vinnunni, og að komast fram úr
hinni svonefndu fimm ára áætlun um endurnýjun og aukningu fram-
leiðslutækjanna.76
Í Morgunblaðinu var frásagnarhátturinn hins vegar annar: „Frú
Ingibjörg Steinsdóttir flutti á annan páskadag fyrirlestur í Nýja Bíó
um Rússlandsferð sína og sýndi nokkrar skuggamyndir, þ.á m. eina
af Lenin, og klappaði þá allur áheyrendafjöldinn. Frúin kvað „voða -
lega afskaplega indælt í Rússlandi og voða gaman að koma þang -
að““.77 Hér er dregin upp mynd af Ingibjörgu sem barnslegum ein-
feldningi. Fjórum dögum síðar bætti blaðið við: „Ingibjörg Steins -
dóttir leikkona er fór til Rússlands, og sagði síðan ferðasögu sína,
ingibjörg sigurðardóttir og páll …72
71 „Um ferð sína til Rússlands“, Alþýðublaðið 16. apríl 1930, bls. 4.
72 „1. maí“, Skutull 1. maí 1930, bls. 2.
73 „Um Rússland“, Skutull 10. maí 1930, bls. 3; H.skj. Ísafj. 913/214 [dreifirit].
74 „Ingibjörg Steinsdóttir“, Skutull 10. maí 1930, bls. 1; „Ingibjörg Steinsdóttir“,
Skutull 20. maí 1930, bls. 1.
75 „Ingibjörg Steinsdóttir“, Skutull 20. maí 1930, bls. 1. ekki fundust heimildir í
öðrum blöðum um fyrirlestrahald Ingibjargar á Siglufirði eða Akureyri.
76 Ó.F., „Rússland“, Alþýðublaðið 22. apríl 1930, bls. 3. Í Kyndli, málsvara ungra
jafnaðarmanna, var sagt frá fyrirlestrinum með svipuðum hætti; sjá
„Fyrirlestur um Rússland“, Kyndill 30. apríl 1930, bls. 26. Sjá einnig „Fyrirlestur
um Rússlandsferð“, Dagur verkalýðsins 1:1 (1930), bls. 3.
77 „Frú Ingibjörg Steinsdóttir“, Morgunblaðið 23. apríl 1930, bls. 4.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 72