Saga - 2016, Síða 75
langar „voðalega“ til að þakka ráðstjórnarríkinu fyrir hinar „aga-
lega“ góðu viðtökur þar eystra. Safnar hún fje meðal kommúnista
til að kaupa fyrir dráttarvjel handa Rússum.“78
Blaðafregnirnar sýna hve mikla athygli Ingibjörg vakti með fyrir -
lestrahaldi sínu. eins og Morgunblaðið benti á hafði Ingibjörg ákveðið
að leggja sitt af mörkum til nýhafinnar söfnunar fyrir dráttarvél
handa sovésku samyrkjubúi.79 Hugmyndin að söfnuninni var komin
frá róttækum verkalýðsfélögum í landinu.80 Með þessu vildu þau
mótmæla alþingishátíðinni sem átti að fara fram þá um sumarið til
að minnast þúsund ára afmælis alþingis. Ingibjörg tók þátt í þessari
söfnun af miklum krafti. Í einni andrá var hún orðin virkur þátttak-
andi í stjórnmálum á landsvísu. Hún var rétt kona á réttum stað og
réttum tíma, nýkomin frá Moskvu og þjálfuð í sviðsframkomu.
Söfnunin bar þann árangur að á frekar stuttum tíma söfnuðust rúm-
lega tvö þúsund krónur, mest í heimabæ Ingibjargar, Ísafirði, eða
tæpur fjórðungur upphæðarinnar.81 Í því sambandi má geta þess að
jafnaðarmannafélagið á staðnum samþykkti, að tillögu Ingólfs, að
láta eitt hundrað krónur renna úr félagssjóðnum til söfnunarinnar
og að jafnhárri fjárhæð yrði safnað meðal félagsmanna.82 Líklegt er
að ágóðinn af fyrirlestrum Ingibjargar um Rússlandsförina hafi
runnið í söfnunina, en auk þess bendir flest til þess að hún hafi gefið
giftingarhring sinn í hana, jafnvel oftar en einu sinni.83 Söfnunin er
hjónaband í flokksböndum 73
78 „Ingibjörg Steinsdóttir“, Morgunblaðið 27. apríl 1930, bls. 7.
79 Um traktorssöfnunina og tildrög hennar, sjá Ragnheiður kristjánsdóttir, Nýtt
fólk, bls. 224–235; sjá einnig Ingibjörg Sigurðardóttir, „Draumur um menntun,
ást og sorg. konan sem safnaði fyrir traktor handa rússnesku þjóðinni“, Íslensk
menning II. Til heiðurs Sigurði Gylfa Magnússyni á fimmtugsafmæli hans 29. ágúst
2007 (Reykjavík: einsögustofnun 2007), bls. 86–96, einkum bls. 91–93.
80 Hugmyndin gæti hafa komið frá verkalýðsfélögunum í Vestmannaeyjum, sbr.:
H.B. „Íslenski verkalýðurinn og Sovjet-Rússland“, Dagur verkalýðsins 1:1 (1930),
bls. 2–3.
81 „Traktorssjóðurinn“, Verklýðsblaðið 11. október 1930, bls. 4. Reyndar er á einum
stað fullyrt að safnast hafi hátt í 3.000 kr. á fáeinum dögum en það virðist vera
orðum aukið; sjá „7. nóvember“, Verklýðsblaðið 22. nóvember 1930, bls. 3. Til
samanburðar má geta þess að fyrr um vorið voru nýir traktorar auglýstir til
sölu í íslenskum blöðum fyrir 1750 krónur; sjá auglýsingu frá Haraldi
Sveinbjörnssyni í Tímanum 29. mars 1930, bls. 62.
82 Skjalasafn Alþýðusambands Vestfjarða. Gjörðabók Jafnaðarmannafélagsins. Ísa -
firði, fundargerð 32. fundar 20. apríl 1930.
83 Þorvaldur Þórarinsson, „Minningarorð. Ingibjörg Steinsdóttir leikkona“, Þjóð -
viljinn 24. apríl 1965, bls. 4 og 9.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 73