Saga - 2016, Side 78
Ingólfur kosinn formaður hennar.87 Markmið A.S.V. var að afla fjár
til að koma lífsnauðsynjum til þeirra sem voru í nauð, til dæmis
vegna verkfallsaðgerða eða náttúruvár, en einnig að bera út sem
„sannastar fréttir“ af þróun mála í Rússlandi.88 Upp úr miðjum júní
auglýsti Ingibjörg eftir telpum og drengjum í Reykjavík til að selja
nýtt tímarit sem ef til vill tengdist stofnun Íslandsdeildar A.S.V.89
Til að varpa ljósi á viðhorf Ingibjargar til samfélagsmála má bera
niður í blaðagrein eftir hana sem birtist í Jólablaði verkakvenna árið
1931. Ætla má að textinn gefi vísbendingar um hvaða boðskap hún
hafði að færa í fyrirlestrunum fyrr um vorið:
Afleiðingin af heimskreppunni með launalækkanir, þyngri tolla- og
skattaálögur kemur harðast niður á konum verkalýðsstéttarinnar.
Margfaldar þrautir líður hún á við aðra: konan, sem vinnur utan heim-
ilisins fyrir algjörlega ófullnægjandi laun, samfara þeirri lítilsvirðingu
sem henni sífellt er sýnd eins og hún væri óæðri vera í þjóðfélaginu, að
ég ekki tali um þá andlegu kúgun sem fátæktinni er samfara. Og
hversu óendanlegar eru ekki sorgir og áhyggjur konu verkamannsins?
Fyrir móðurina, að sjá börnin föl og veikluleg af næringar skorti, dauf
og táplítil af líkamlegu þroskaleysi, og þar sem matur er af skornum
skammti getum við gert okkur í hugarlund klæðnað fjölskyldunnar.
Hvernig eru svo húsakynnin, sem verkalýðurinn býr við, og heil-
brigðisnefndir auðvaldsskipulagsins hafa ekkert við að athuga? Þau
eru svívirðileg heilsuspillandi hreysi; algjörlega sólarlausar kjallarahol-
ur, þar sem andrúmsloftið er þrungið af raka, eða hriplek þakherbergi.
Fæðing barns á að vera gleðiviðburður í lífi hverrar konu, en eins og
högum verkalýðsins almennt nú er háttað, þýðir það aðeins: einum
munni fleira að fæða, einum kropp fleira að klæða, meiri sjálfsafneitun,
meiri fórnfýsi móðurinnar.
Því næst vék Ingibjörg að lausninni á þessum samfélagslegu vanda-
málum:
Aðeins í einu landi ― í Sovét-Rússlandi ― er engin kreppa, ekkert
atvinnuleysi, engin neyð. Á þessu ári fullgerir rússneski verkalýðurinn
hina stórkostlegu fimm ára áætlun sína, og hefur henni þá verið lokið
á fjórum árum. Á sama tíma og atvinnutækin alls staðar í heiminum
ingibjörg sigurðardóttir og páll …76
87 „A.S.V., Íslandsdeildin“, Skutull 15. júlí 1930, bls. 4.
88 Ingólfur Jónsson, „Alþjóðasamhjálp verkalýðsins“, Rjettur XV:3 (1930), bls.
267–274; Ingólfur Jónsson, „Alþjóða samhjálp verkalýðsins (A.S.V.)“, Almanak
alþýðu 1:1 (1930), bls. 77–79.
89 „Telpur og drengir“, Alþýðublaðið 19. júní 1930, bls. 1; „Vinna“, Vísir 19. júní
1930, bls. 4.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 76