Saga - 2016, Page 82
Sex vikum síðar tók Ingibjörg þátt í stofnun svokallaðs komm -
ún istaklúbbs á Ísafirði. Fundargerð stofnfundarins hefst á þessum
orðum: „Föstudaginn 4. júlí 1930 komu nokkrir kommúnistar saman
hjá Ingibjörgu Steinsdóttur í tilefni af því að undanfarið hefði komið
til umræðu að stofna kommúnistíska fræðsludeild sem starfaði eftir
skipulagningu kommúnista-miðstjórnarinnar á Íslandi“.99 Athygli
vekur að hvergi er minnst á Ingólf og sýnir það enn betur að farið er
að líta á Ingibjörgu sem sjálfstæðan einstakling. Svo virðist sem hún
hafi verið komin í framvarðarsveit ísfirskra kommúnista. Auk þess
bjó hún líklega rýmra en aðrir í hópi stofnendanna og kann það að
skýra félagsstofnunina á heimili hennar. Ingibjörg var þó ekki kosin
í fyrstu stjórn klúbbsins. Reyndar var það svo að hún sóttist yfirleitt
ekki eftir stjórnarstörfum.100 Þó má nefna að nokkrum vikum eftir
stofnunina var hún valin í nefnd til að annast stofnun félags komm-
únista í Súðavík. Um leið var hún kjörin til að vera einn af fjórum
fulltrúum Félags ungra jafnaðarmanna á Ísafirði á þingi Sambands
ungra jafnaðarmanna á Siglufirði þá um haustið.101 Þetta varð sögu-
legt átakaþing því að kommúnistar yfirtóku Sambandið og sést
styrkur slíkra viðhorfa í Ísafjarðarfélaginu best á því að félagið lýsti
litlu síðar yfir nánast eindregnum stuðningi við þá yfirtöku.102
Fjarvera Ingólfs á stofnfundi kommúnistaklúbbsins er líklega tilvilj-
un, einkum í ljósi þess að hann tók virkan þátt í starfi hans. Það
gerði jafnframt bróðir Ingibjargar, Steinþór, sem var orðinn for -
maður blaðanefndar klúbbs ins í ágúst það ár.103 Ásamt Ingibjörgu
safnaði hann á skömmum tíma töluvert fleiri áskrifendum að Verk -
lýðs blaðinu, helsta málgagni íslenskra kommúnista, en aðrir félags-
ingibjörg sigurðardóttir og páll …80
99 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 4. júlí 1930.
100 Þetta skýrir ef til vill að hluta af hverju hún gekk ekki formlega í flokkinn fyrr
en 6. maí 1933; sjá Lbs. 16 NF. Félagatal kommúnistaflokks Íslands 1930 til
1938, bls. 117. Þessi tímasetning er þó undarleg í ljósi þess hve virk hún var í
hreyfingunni alveg frá 1930.
101 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 13. ágúst 1930. Til er hópmynd frá þinginu þar sem
sjá má Ingibjörgu; sjá t.d. Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–
1934, myndasíður milli bls. 32 og 33.
102 Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu; sjá
„Deilan í S.U.J.“, Verklýðsblaðið 11. október 1930, bls. 1.
103 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 20. ágúst 1930.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 80