Saga - 2016, Side 84
sök.109 Hug mynd inni um hina skilyrðislausu hlýðni átti Ingibjörg
erfitt með að kyngja og benti hún fundarmönnum á að nýjar
upplýsingar gætu komið fram í einhverju máli sem þegar hefði
verið afgreitt: „Hefur minnihluti ekki rjett til að halda fram skoðun-
um sínum innan flokksins og gefa nýjar skýringar, þó þær fari á bug
við fyrri samþyktir ― og hverjir hafa dómsorð yfir því hvort
athugasemdir … skuli teknar til umræðu?“ spurði hún samkvæmt
ritaðri fundargerð.110
Í bráðabirgðaskipulagsreglum deildarinnar var mælt fyrir um
náin tengsl við miðstjórn kommúnista í Reykjavík, meðal annars að
afrit af öllum fundargerðum yrðu sendar henni.111 ekki þurfti að
bíða lengi eftir viðbrögðum miðstjórnarinnar; aðeins um tveimur
vikum eftir að Ingibjörg lét ummælin falla sendi Brynjólfur Bjarna -
son bréf til Ísafjarðar fyrir hönd stjórnarinnar. Það sýnir hve alvar-
legum augum forystumennirnir hafa litið þetta mál. Bréfið hófst á
þessum orðum:
kæru fjelagar. Okkur furðar á því að þið skuluð hafa verið í vafa um
hvað meint væri með því að minnihlutinn yrði að hlýða samþykktum
meirihlutans. Með því er auðvitað meint að þegar búið er að gera ein-
hverja samþykkt, þá verða allir að fylgja henni, ekki einungis í orði
heldur líka í verki. Þegar búið er að samþykkja eitthvað má enginn
fjelagi undir neinum kringumstæðum agitera fyrir mótsettri skoðun,
og menn verða að leggja allan sinn kraft fram til að framkvæma sam -
þykktina jafnt fyrir það, þó maður sje þeim ekki persónulega samþykk-
ur. Án þess, sem er grundvallarskilyrði alls kommúnistísks flokksaga,
getur ekki verið um kom. samtök að ræða.112
ekki er vitað hvort þetta bréf var kynnt fyrir Ingibjörgu eða öðrum
almennum félagsmönnum. Hún var allavega áfram virk í hreyfing-
unni. Í október 1930, eftir að hafa setið þing SUJ á Siglufirði, var hún
ingibjörg sigurðardóttir og páll …82
109 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Bráðabyrgðar skipulag kommúnistafjelagsins á
Ísafirði, ódagsett.
110 H.skj.Ísaf. kS 1869/415. kommúnistaklúbburinn á Ísafirði, júlí 1930 – desem-
ber 1930. Fundargerð frá 21. september 1930.
111 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Bráðabyrgðar skipulag kommúnistafjelagsins á
Ísafirði, ódagsett. Sjá nánar um þetta atriði í: Björgvin Bjarnason, „Baráttusaga
kommúnista á Ísafirði 1930–1935“, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 54 (2014–2015),
bls. 80.
112 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Brynjólfur Bjarnason til kommúnistafl. á Ísafirði 5.
október 1930.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 82