Saga - 2016, Síða 85
til að mynda komin til Reykjavíkur, ásamt Ingólfi, þar sem hún
stofnaði tólf manna leikhóp sem flytja átti leikþætti á þrettán ára
afmæli byltingarinnar í Rússlandi hjá Jafnaðarmannafélaginu Spörtu
hinn 7. nóvember.113 Vitað er að á þessari afmælishátíð komu fram
leikhópar sem að sögn Verklýðsblaðsins vöktu mesta athygli meðal
áhorfenda. Nefndust þeir Blástakkar eða talkórar og komu fram í
eigin verkamannabúningum og sýndu félögum sínum myndir úr
stéttabaráttu verkalýðsins. Líklegt má telja að þeir hafi verið undir
stjórn Ingibjargar en vitað er að Ingólfur hélt ræðu á hátíðinni um
A.S.V.114 einnig er ljóst að Ingibjörg stjórnaði mörgum leikhópum á
vegum flokksins á fjórða áratugnum.115 Reyndar var því haldið
fram í blaðagrein, í desember 1930, að Ingibjörg væri einn af fimm
helstu forsvarsmönnum flokksins á landsvísu.116 Það er auðvitað
orðum aukið en skrif af þessu tagi sýna að hún var orðin vel þekkt
af framgöngu sinni. Ljóst er því að hlutverk hennar sem pólitískrar
hugsjónakonu var sífellt að verða viðameira. Í Reykja víkur bréfi
Morgunblaðsins var jafnvel fullyrt í nóvember sama ár:
… hefir Ingibjörg Steinsdóttir látið það á sjer skilja, að hún muni hjeðan
í frá gefa sig eingöngu að stjórnmálunum. Hún hefir hug á að bjóða sig
fram til þings á Ísafirði, og munu margir hlakka til þess, þar vestra,
síðan hún hjelt fyrirlestrana um Rússland, og sagði frá því er hún var
á ballinu í fangelsinu þar eystra.117
enn og aftur er talað um Ingibjörgu í gamansömum tón. Hvort hún
hefur raunverulega ætlað að bjóða sig fram er ekki vitað. Í þessu
sambandi verður að hafa hugfast að hugmyndin um að kona byði
sig fram til þings var í raun bæði fjarstæðukennd og hlægileg.118
Þetta staðfestir einnig vísa sem Spegillinn birti um hana:
hjónaband í flokksböndum 83
113 H.skj.Ísaf. kS 1887/417. Bréfasafn Halldórs Ólafssonar 1928–1929. Sverrir
Guðmundsson, líklega til Steinþórs Steinssonar, 25. október 1930.
114 „kveldskemmtun“, Vísir 5. nóvember 1930, bls. 1; Rússlandsvinur, „7. nóv-
ember“, Verklýðsblaðið 22. nóvember 1930, bls. 3–4; Árni Guðlaugsson,
„Leikhópar S.U.k.“, Rauði fáninn 1. mars 1932, bls. 2.
115 Þorvaldur Þórarinsson, „Minningarorð. Ingibjörg Steinsdóttir leikkona“,
Þjóðviljinn 24. apríl 1965, bls. 4.
116 „kommúnistaflokkur stofnaður“, Lögrjetta 10. desember 1930, bls. 4.
117 „Reykjavíkurbrjef“, Morgunblaðið 9. nóvember 1930, bls. 11.
118 Sjá t.d. kristín Ástgeirsdóttir, „Fyrst kvenna á Alþingi. Gagnrýni á Ingibjörgu
H. Bjarnason“, Fléttur II. Kynjafræði ― Kortlagningar. Ritstj. Irma erlingsdóttir
(Reykjavík: Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum 2004), bls. 171–189;
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 83