Saga - 2016, Side 90
Reykja víkurdeild k.F.Í., auk svokallaðrar Atvinnuleysingjanefndar
og A.S.V., sendi frá sér ályktanir 23. september, sem samþykktar
voru á fjölmennum fundi flokksins í höfuðstaðnum. Þar var harð -
lega gagnrýnd meint tilraun Ísafjarðarkaupstaðar til að fá gamlan
Ísfirðing, sem bjó á elliheimlinu Grund og þáði fátækrahjálp frá
kaupstaðnum, til að flytja aftur til Ísafjarðar, burt frá fjölskyldu
sinni. Markmiðið með þessu átti að vera það eitt að spara bænum
fjárútlát. Jafnframt var tekið fram, í frétt Verkalýðsblaðsins um málið,
að Ingólfur bæjarstjóri hefði verið fjarverandi þegar krafan um
flutninginn var send til Reykjavíkur og að hann hefði „lýst því yfir,
að hann muni aldrei taka þátt í neinum fátækraflutningi“.139 Hér
var spjótunum því beint að ísfirsku „kratabroddunum“, einkum
Finni bróður Ingólfs, en saman sátu þeir við þriðja mann í fátækra-
nefnd Ísafjarðar sem fór með mál af þessu tagi. en undir yfirborðinu
stóðu spjótin einnig á Ingólfi. Í harðorðu bréfi, sem formaður k.F.Í.,
Brynjólfur Bjarnason, skrifaði Ingólfi fyrir hönd miðstjórnar flokks-
ins, sagði meðal annars að honum bæri að koma fram „eins og
kommúnista sæmir“. Honum hafi greinilega „ekki verið þetta nægi-
lega ljóst“. Brynjólfur átaldi samvinnu Ingólfs við jafnaðarmenn:
„Hér kemur eins og oftar fram hjá þér þessi trú þín á „heiðarleik“
kratanna.“ Bréfið endaði á þessum orðum:
Flokkurinn á Ísafirði verður að hætta að semja og makka við kratana.
Hann verður að fara að taka kommúnistíska afstöðu til hvers einasta
máls. Hann verður upp frá þessu að nota hvert tækifæri til að „organ-
isera“ massann til aktionen. ― Í þessu efni hvílir alveg sérstök ábyrgð
á þér sem bæjarstjóra. Með bestu kveðju og í trausti á kommúnistískan
drengskap þinn.140
Sama dag birti Verklýðsblaðið harðorða grein um málið, þar sem bæj-
arstjórn Ísafjarðar var sökuð um að standa fyrir fátækraflutningi
gegn vilja fólks. Fulltrúunum þremur í fátækranefndinni, að Ingólfi
meðtöldum, fannst að sér vegið og sendu þeir því frá sér yfirlýsingu
hinn 1. október þar sem því var mótmælt að til hafi staðið að flytja
gamla manninn nauðugan til Ísafjarðar. Mótmælin að sunnan væru
þess vegna byggð á misskilningi. Sama dag svaraði Ingólfur Brynj -
ingibjörg sigurðardóttir og páll …88
139 „Hingað og ekki lengra!“ og „Verkalýðurinn hindrar fátækraflutning“, Verk -
lýðsblaðið 27. september 1932, bls. 1.
140 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 6. október 1932.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 88