Saga - 2016, Qupperneq 92
2. Í bréfi til Verklýðsblaðsins dagsettu 1. október og undirskrifuðu af
Ingólfi Jónssyni, Finni Jónssyni og Sigurði Guðmundssyni, kemur
það greinilega í Ijós, að Ingólfur Iætur sjer nú ekki lengur nægja að
breiða yfir svik kratabroddanna, heldur gerist samsekur þeim um
að beita þrælaákvæðum fátækralaganna.
3. Með bréfi þessu hefir hann lýst yfir fjandskap sínum við komm ún -
ista flokkinn og baráttu hans fyrir málstað fátæklinganna, opinberað
sig sem ósannindamann gagnvart flokknum, og reynt að sverta
flokkinn í augum verkalýðsins, til þess að verja sameiginleg svik sín
og kratabroddanna.
Þá var þess getið að samkvæmt lögum flokksins mundi miðstjórnin
leggja þessa ákvörðun fyrir flokksþingið sem ætti að hefjast 14. nóv-
ember.142 Það var þó ekki í samræmi við lög flokksins (sbr. grein XI)
að vísa ætti svona ákvörðunum til flokksþings því að miðstjórnin
fór með æðsta vald í brottrekstrarmálum.143 Hér var allavega reitt
hátt til höggs í ljósi þess að Ingólfur var einn af stofnendum komm -
únistaflokksins og naut víðtæks stuðnings á Ísafirði. Það kom til
dæmis fram á fundi í verkalýðsfélaginu Baldri, þar sem nokkrir
kommúnistar lýstu yfir vanþóknun sinni á gerðum flokksforystunn-
ar.144 Jafnaðarmenn fordæmdu skiljanlega gjörninginn og í mál -
gagni þeirra á Akureyri, Alþýðumanninum, birtist, svo dæmi sé tekið,
lofsamleg grein um Ingólf sem verkalýðsforkólf. Jafnframt voru
rifjuð upp orð Ólafs Friðrikssonar frá Alþýðusambandsþinginu
1930, þar sem hann á að hafa spáð því að Ingólfur yrði sá fyrsti sem
yrði rekinn úr hinum nýstofnaða kommúnistaflokki.145
Almennur fundur var svo haldinn í Ísafjarðardeild k.F.Í. hinn 6.
október til að ræða málið. Þeir sem til máls tóku „töluðu á móti
framkvæmd miðstjórnarinnar í málinu og víttu hana harðlega“,
segir í fundargerð. Jafnframt var samþykkt að skipa þriggja manna
nefnd til að rannsaka málið og var Steinþór bróðir Ingibjargar einn
nefndarmanna.146 Þeir tóku þegar til starfa og fóru ítarlega yfir alla
þætti málsins á nokkrum fundum. Niðurstaða nefndarinnar var í
ingibjörg sigurðardóttir og páll …90
142 „Ísafjarðarkratarnir afhjúpa sig“, Verklýðsblaðið 5. október 1932, bls. 1–2.
143 Sjá Lög k.F.Í. í: Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921–1934
[Viðbætir 2], bls. 101 o.áfr.
144 „Ingólfur Jónsson rekinn úr kommúnistaflokki Íslands fyrir að segja satt“,
Skutull 7. október 1932, bls. 1.
145 „„Samfylking“ þeirra „stéttvísu““, Alþýðumaðurinn 11. október 1932, bls. 1–2.
146 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 6. október 1932.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 90