Saga - 2016, Page 93
stórum dráttum sú að vegið hefði verið ómaklega að Ingólfi og mót-
mælti hún því eindregið brottrekstri hans. Í niðurlagsorðum þre-
menninganna segir:
Ávíta [ber] miðstjórn fyrir frumhlaup þetta, óheiðarleik og ókurteisi
gagnvart Ingólfi og deildinni hér, þar sem deildinni er ekki gert aðvart
um þær ákærur sem miðstjórn hefir á Ingólf. Nefndin álítur ennfremur
að það sé brot á flokkslögunum að miðstjórn víki manni úr flokknum
án þess það sé áður rætt í þeirri deild sem maðurinn er í. ennfremur
ávítar nefndin ritstjórn Verklýðsblaðsins fyrir að birta í blaðinu greinar
sem ekki eru á rökum byggðar þar sem slíkt er ekki samboðið málgagni
verkalýðsins og kommúnistaflokksins og krefst þess að slíkt komi ekki
fyrir aftur. ef framanrituð gögn fullvissa ekki miðstjórn um frumhlaup
hennar og misskilning í máli Ingólfs Jónssonar og hún viðurkennir ekki
feil sitt, krefst nefndin þess að hún sendi hingað mann til að rannsaka
málið frá báðum aðiljum og að þeir menn verði ekki valdir, sem opin-
berlega eru við málið riðnir og ekki úr miðstjórninni í Rvík heldur t.d.
Jón Rafnsson, Gunnar Jóhannsson eða Jens Figved sem eru allir þektir
góðir starfsmenn flokksins.147
Greinargerð nefndarinnar var tekin fyrir á almennum fundi í Ísa -
fjarðardeildinni hinn 9. október. Allir sem til máls tóku, þeirra á
meðal Ingibjörg Steinsdóttir, lýstu yfir óánægju með framkomu
miðstjórnar flokksins og ritstjórnar málgagnsins. Jafnframt var
Stein þóri falið að ganga á fund miðstjórnarinnar og kynna henni
niðurstöður nefndarinnar.148 Árangurinn af för hans varð hins vegar
enginn því að miðstjórnin ákvað að sitja við sinn keip.149
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var samþykkt á fundi Ísa -
fjarðar deildarinnar 8. nóvember. Á fundinn mætti enginn annar en
Jens Figved. Hann var nú kominn til starfa á Íslandi eftir þriggja ára
þjálfun hjá komintern. Hann lagði til að Ísfirðingar sendu ekki
aðeins einn fulltrúa heldur tvo á flokksþingið sem hefjast átti innan
skamms. Stakk hann upp á að Ingibjörg færi sem viðbótarfulltrúi á
þingið og var sú tillaga samþykkt.150 Óvíst er hvort þetta val tengd -
hjónaband í flokksböndum 91
147 H.skj.Ísaf. kS: 1873/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., fundargerðir rannsóknar -
nefndar Ingólfsmála, 4. fundur, 9. október 1932.
148 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 9. október 1932.
149 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 20. október 1932.
150 H.skj.Ísaf. k 1866/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., maí 1932 – janúar 1933. Fundar -
gerð frá 8. nóvember 1932. Til er hópmynd frá þinginu þar sem sjá má
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 91