Saga - 2016, Qupperneq 95
var hafnað (60 atkvæði gegn 55).158 Þrjá fjórðu hluta atkvæða þurfti
til að fá inngöngu en að sögn Halldórs Ólafssonar barðist Finnur
mágur hennar hvað harðast gegn því að hún fengi aðild að félag-
inu.159 Jafnframt hélt hún áfram að starfa fyrir ýmsar nefndir og æfa
leikhópa.160 Auk þess tók Ingibjörg stundum beinan þátt í barna-
starfinu, svo sem með upplestri á barnasögum.161 Dætur hennar,
Inga Sigrún og Ása kristín, störfuðu einnig innan pionera-hópsins
frá desember 1932 og fram á vor árið eftir, eða þangað til breytt var
um stefnu í barnastarfinu og meiri áhersla lögð á pólitískt upp -
eldi.162 Nú var þriðja barn þeirra hjóna á leiðinni, sonurinn Þór sem
fæddist sumarið 1933.
Flokksagi, hjónaband og sjálfsgagnrýni
Innan Ísafjarðardeildarinnar hitnaði enn í kolunum veturinn 1933 til
1934 þar sem umræður um svokallaða „tækifærisstefnu“ (opportun-
isma) urðu sífellt meiri. Óhætt er að segja að Ingólfur og Ingibjörg,
hjónaband í flokksböndum 93
158 „Verkalýðsfélagið Baldur“, Verklýðsblaðið 31. janúar 1933, bls. 2; Ísfirskur krati,
„Svör verkalýðsins á Ísafirði við rógi kommúnista“, Alþýðublaðið 30. mars
1932, bls. 2.
159 H.skj.Ísaf. kS 1886/417. Halldór Ólafsson til ónefnds 2. febrúar 1933. Að mati
Sigurðar Péturssonar sagnfræðings er hér um að ræða fyrstu tilburði í þá átt
að halda kommúnistum utan við félagið; sjá Sigurður Pétursson, Vindur í segl-
um. Saga verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum. III. Ísafjörður og Ísafjarðardjúp 1931–
1970 [Ísafjörður]: Alþýðusamband Vestfjarða 2015), bls. 86.
160 Þá um vorið var hún t.d. skráð meðlimur í sellu nr. 3, Neðstakaup staðar -
sellunni sem var skilgreind sem vinnustaðasella, sjá H.skj.Ísaf. kS 1865/415.
Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – desember 1933. Fundargerð frá 12. mars
1933. einnig var henni, í tilefni af hátíðarhöldunum 1. maí, falið að æfa
leikhóp; sjá H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember 1932 – des-
ember 1933. Fundargerð frá 2. apríl 1933. Í október 1933 var hún svo endur-
kjörin í kvennanefnd deildarinnar; sjá H.skj.Ísaf. Pk 1867/213. Ísafjarðar deild
k.F.Í., febrúar 1933 – apríl 1934. Fundargerð frá 23. október 1933. Þá var hún
með upplestur á 7. nóvember-skemmtun deildarinnar til minningar um rúss-
nesku byltinguna; sjá H.skj.Ísaf. kS 1865/415. Ísafjarðardeild k.F.Í., desember
1932 – desember 1933. Fundargerð frá 7. nóvember-nefndinni 29. október 1933.
161 Ingibjörg las t.d. upp, sunnudaginn 4. desember 1932, söguna „Hvers
vegna?“; sjá H.skj.Ísaf. kS 1870/415. Fundargerð pionerahóps Ísafjarðar -
deildar k.F.Í. 4. desember 1932.
162 Fundargerðirnar gefa til kynna að breytingin hafi átt sér stað í mars 1933; sjá
H.skj.Ísaf. kS 1870/415. Fundargerðir pionerahóps Ísafjarðardeildar k.F.Í. frá
4. desember 1932 til 12. mars 1933.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 93