Saga - 2016, Side 102
koma leiklistinni til almennings vítt og breitt um landið, bæði sem
leikkona og leikstjóri. Sú hugsjón var að einhverju leyti kommúnísk.
ekki verður þó séð að hún hafi látið sig miklu varða vígstöðvar og
flokkslínur í kalda stríðinu. Það sýnir til dæmis sú staðreynd að hún
hóf að starfa tímabundið í mötuneyti á vegum bandarísks verktaka-
fyrirtækis í herstöðinni á keflavíkurflugvelli árið 1953.
Hvað Ingólf varðaði þá voru það ekki bara ísfirskir kommúnistar
sem héldu áfram að líta á hann sem góðan og gegnan flokksmann.
Í því sambandi má geta þess að sumarið og haustið 1934 flutti hann
fyrirlestra á vegum Sovétvinafélagsins, bæði á Akureyri og í Reykja -
vík.179 Hinn gamli félagi hans frá Akureyrarárunum, einar Olgeirs -
son, taldi einnig mikilsvert að halda sambandinu við Ingólf.180 einar
var einn þeirra kommúnista sem höfðu forgöngu um stofnun bóka-
útgáfunnar Heimskringlu en markmiðið með henni var að koma
róttækum höfundum á framfæri. Félagið tók til starfa í september
1934 og var Ingólfur í fyrstu stjórn þess. Þá var Ingólfur einn af
stofnendum Pöntunarfélags verkamanna í Reykjavík haustið 1934
og samdi til dæmis lög félagsins.181 Í félaginu réðu kommúnistar
mestu, eins og endurspeglaðist vel í því að fyrsti framkvæmdastjóri
þess var Jens Figved.182 Greinilegt var að einar vildi strax á þessum
árum breiða yfir ágreininginn milli kommúnista og jafnaðarmanna.
Árið 1937 lagði hann til dæmis áherslu á að Ingólfur, Finnur og
systkini þeirra væru öll „áhangendur sósíalismans“.183 Og þegar
einar, fáeinum áratugum síðar, rifjaði upp sögu hreyfingar komm-
ingibjörg sigurðardóttir og páll …100
Þjóðviljinn 20. mars 1938, bls. 4; „kvöldskemmtun“, Þjóðvilj inn 29. janúar
1939, bls. 4), síðan einn árið 1947 („7. nóvember“, Þjóðviljinn 5. nóvember
1947, bls. 2), tveir árið 1951 („Árshátíð“, Mjölnir 18. apríl 1951, bls. 4; „1. maí-
hátíðarhöldin 1951“, Mjölnir 16. maí 1951, bls. 1), einn árið 1952 („krafan um
atvinnu“, Verkamaðurinn 9. maí 1952, bls. 1) og sá síðasti fór fram árið 1961
(„7. nóvember“, Austurland 10. nóv. 1961, bls. 2).
179 „Sovétvinafélagið“, Verkamaðurinn 23. júní 1934, bls. 4; „Sovétsýning“,
Sovétvinurinn 2:6 (1934), bls. 2.
180 Óhætt er að segja að samband þeirra hafi haldið. Á miðjum sjötta áratugnum
hittust þeir t.d. mjög reglulega; Viðtal. Höfundar við eirík Jón Ingólfsson (son
Ingólfs Jónssonar, f. 1944), 15. mars 2016.
181 „Ingólfur Jónsson“, Lögfræðingatal 1736–1992 II (Reykjavík: Iðunn 1993), bls.
336–338, hér bls. 337; Brynleifur Tobiasson, Hver er maðurinn. Íslendingaævir I
(Reykjavík: Fagurskinna 1944), bls. 315.
182 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Íslenskir kommúnistar 1918–1998, bls. 82–83.
183 e.O., „Jón Friðfinnsson Akureyri látinn“, Þjóðviljinn 23. mars 1937, bls. 1 og 4.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 100