Saga - 2016, Síða 106
höfðingjar sem héldu til englands á 15. öld. Það gerðu allmargir
aðrir Íslendingar þótt ekki séu þeir jafnfrægir og þeir Guðmundur
Arason og Vigfús Ívarsson. Sá er þó munur á að um þetta fólk er að
finna töluvert af heimildum í enskum skjalasöfnum, ólíkt höfðingj-
unum sem hverfa sjónum okkar í skjól englandskonungs eftir að
hafa brotið af sér gagnvart dönsku krúnunni. Þetta alþýðufólk og
heimildirnar um það eru viðfangsefni þessarar greinar.
Enska öldin og búferlaflutningar Íslendinga til Englands
Það hefur lengi verið vitað að þónokkur hópur Íslendinga hélt til
englands á 15. og 16. öld. Björn Þorsteinsson fjallar meðal annars um
þetta fólk í rannsóknum sínum á þessu tímabili í sögu landsins en
doktorsritgerð Björns, Enska öldin í sögu Íslendinga, er grundvallarrit
um þetta tímabil sem og Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16.
öld, einnig eftir Björn. Auk Björns hefur Helgi Þorláksson fjallað ítar-
lega um hina brottfluttu, einkum yngstu kynslóðina, í ritgerð sinni
„Útflutningur íslenskra barna til englands á miðöldum“ frá 1983.2
Upp úr aldamótunum 1400 tóku enskir sjómenn að venja komur
sínar á Íslandsmið til fiskveiða og í kjölfarið hófu enskir kaupmenn
verslun hér á landi í óþökk Danakonunga.3 Á ýmsu gekk í sam-
skiptum landsmanna við englendingana. Íslendingar fögnuðu
vissulega aukinni og fjölbreyttari verslun en þeir höfðu samt horn í
síðu fiskimannanna og gerðu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir
vetursetu englendinga hér enda óttuðust bændur samkeppni um
vinnuafl. Fljótlega fór og að bera á þeim kvitti að englendingar
rændu hér fólki og fénaði. Dönsk yfirvöld brugðust hart við þessum
nýju aðstæðum og reyndu að rétta hlut sinn og liður í því var að
hafa uppi á hinum brottnumdu.
guðmundur j . guðmundsson104
1970), bls. 48–49. Helgi Þorláksson hefur reyndar bent á að engar beinar heimildir
séu um að Guðmundur Arason hafi farið til englands, hann hafi hreinlega bara
gufað upp. Helgi Þorláksson, „Fiskur og höfðingjar á Vestfjörðum. Atvinnu vegir
og höfðingjar á Vestfjörðum fyrir 1500“, Leiðarminni (Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag og Sögufélag 2015), bls. 372–373. Það er hins vegar óumdeilt að það
gerði Vigfús Ívarsson, sbr. Islandske annaler indtil 1578. Útg. Gustav Storm (Christ -
iana: Det norske historiske kildeskriftfond 1888), bls. 290–291.
2 Helgi Þorláksson, „Útflutningur íslenskra barna til englands á miðöldum,“
Leiðarminni, bls. 405–416.
3 Sjá til dæmis Annálar 1400–1800. Útg. Hannes Þorsteinsson (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1922), bls. 18.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 104