Saga - 2016, Side 113
Þó eru dæmi um einstaklinga sem gegndu öðrum störfum. Í
Norton Fawsley hundred í Northamptonshire árið 1455 er sóknar-
presturinn sagður heita John og vera Íslendingur.21 Svo fáar undan-
tekningar voru frá skattlagningu að ekki einu sinni vígðir menn
sluppu, væru þeir innflytjendur, og því höfum við upplýsingar um
þennan íslenska prest, séra Jón. engar frekari upplýsingar hafa þó
fundist um hann. Í Coventry árið 1456 er íslenskur maður, Giles
Lynde, skráður currier og hann sagður halda heimili. Líklegt verður
að teljast að Giles þessi sé Giles Coreour sem kemur fyrir í skattskrá
frá 1452 en þá heldur hann ekki heimili.22 Currier getur þýtt sútari
eða hestasveinn en ekki verður ráðið af heimildinni hvoru starfinu
maðurinn gegndi. ein af yngstu færslum um Íslendinga er frá 1524
en þá er Thorbor elgat (Þorbjörn Helgason?) skráður til heimilis í
Nayland, Babergh hundred í Suffolk, og flokkaður sem launamaður,
sagður eiga 20 shillinga og greiða 8 pens í skatt. Hann vinnur við að
rýja kindur og er kallaður shearman.23
Að Giles Lynde frátöldum, ef við göngum út frá því að hann hafi
verið sútari, er aðeins einn Íslendingur í gagnagrunninum sem er
skráður iðnaðarmaður. Sá hét John (Johannes) Isbrond (Jón Ás -
brandsson?) og var klæðskeri í Aveley, Chafford hundred í essex.
Hann kemur þrisvar fyrir í heimildum gagnagrunnsins. Árið 1438,
þann 10. júlí, sver hann yfirvöldum hollustueiða og fær borgararétt-
indi. Þá er hann sagður sonur Nicolais Isbrond og fæddur á Ís -
landi.24 Tveimur árum síðar er hann búsettur á sama stað en þá
sagður halda heimili. Sama á við um árið 1443.25
Aðeins einn Íslendingur er skráður sem lærlingur (e. apprentice).
Sá heitir John Iseland og er lærlingur og þjónn hjá Robert Skynner
sem hefur, ef nafnið gefur einhverja vísbendingu, lagt stund á ein-
hvers konar leðuriðju.26 Fyrir ungan mann hefur það líklega verið
greiðasta leiðin til að bæta stöðu sína í samfélaginu að komast að
að hleypa heimdraganum 111
21 N.A. e 179/155/101.
22 N.A. e 179/192/88. e179/235/53, m. 4.
23 N.A. e 179/180/134, rot. 3d.
24 DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn XVI, 1415-1589. Útg. Björn
Þorsteinsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1952–72), bls. 282–283.
Rétt er að taka fram að eftirnafnið Isbrond kemur fyrir hjá fólki af öðru
þjóðerni, svo sem Hollendingum.
25 N.A. e 179/108/114, m. 2.
26 N.A. e 179/270/31, m. 40.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 111