Saga - 2016, Side 115
1493 er maður með sama nafni skráður kaupmaður í borginni og
verslar einkum við Spán. ef um sama einstakling er að ræða þá er
hér gott dæmi um innflytjanda sem náði að bæta sinn hag á einum
áratug.30 Hann mun einnig hafa orðið enskur ríkisborgari.31
Sú var þó ekki alltaf raunin, því miður. Í Cottingham, Harthill
Wapentake í yorkshire east Riding, er árið 1440 íslensk kona sem
heitir Agnes. Hún er skráð flakkari (e. vagabond) og fyrrum þjón-
ustustúlka hjá Robert Hert í Cottingham.32 ef til vill sjáum við þarna
glitta í gleymda harmsögu. Í næstu köflum verða svo þrír stærstu
Íslendingahóparnir í englandi skoðaðar nánar.
Íslendingar í Bristol
Upplýsingarnar um Íslendingana 65 í Bristol eru um sumt dálítið
sérkennilegar. Annars vegar eru hefðbundnar upplýsingar úr skatt-
skrám um 17 manns, nær allt karlmenn. ein kona er þó örugglega í
hópnum og heitir sú Swanburgh Rys, líklega Sveinbjörg upp á
íslensku. Annað nafn gæti og verið kvenmannsnafn, Toras eða Þóra,
en kann einnig að vera afbökun úr Þór, Þórir eða Þórarinn. ekkert
er um þetta fólk vitað annað en nafnið og hvenær það var í Bristol
en það var á tímabilinu 1455–1459. Hvergi er getið um störf eða
annað af því tagi.
Í hinum hópnum eru 48 einstaklingar og eru upplýsingarnar um
þá flesta í einni heimild, skattskrá frá 1483.33 Nöfn tveggja eru þekkt
og heita þeir Vilhjálmur og Jón. Það athyglisverða við þennan hóp
er að þetta er allt þjónustufólk en ekki er getið um nöfn þess. Við vit-
um aftur á móti hverjir húsbændur þess voru og getum því skyggnst
inn í það umhverfi sem það bjó í. Nokkrir húsbændanna eru þekktir
úr öðrum heimildum og reyndust sumir þeirra meðal máttarstólpa
kaupmannaaðalsins í Bristol. Gera má ráð fyrir að þeir sem engar
heimildir finnast um hafi samt sem áður verið vel bjargálna fyrst
þeir gátu haldið þjóna. einn maður, Philip Bartelmew, er til dæmis
með tvo Íslendinga í sinni þjónustu.
að hleypa heimdraganum 113
30 Björn Þorsteinsson, Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld, bls. 54.
31 Ian Wilson, Kólumbus í kjölfar Leifs. Þýð. Jón Þ. Þór (Reykjavík: Fjölvi 1992), bls.
85.
32 N.A. e 179/270/31, m. 23.
33 N.A. e 179/270/54, m. 2. Þetta skjal var þekkt fyrir og birtir Helgi Þorláksson
mynd af hluta þess á bls. 406 í grein sinni „Útflutningur íslenskra barna“.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 113