Saga - 2016, Page 118
don virðist hafa verið lengi viðloðandi borgarstjórnina í London því
hann kemur þar víða við skjöl og gjörninga. Svo dæmi sé tekið tekur
hann við bænaskrá frá bruggurum borgarinnar skömmu eftir að
hann varð borgarstjóri. Hvort edmond Clerk, brugg ari í Cheap
ward, átti þar einhvern hlut að máli skal ósagt látið en í þjónustu
hans var um þessar mundir Íslendingurinn Thurstanus (Þorsteinn)
með eftirnafnið Bruer.46 Billesdon dó 1492 en ekki tókst að hafa uppi
á fæðingarári hans.
Íslendingarnir í East Riding
Sérstaða þeirra Íslendinga sem bjuggu í east Riding er einkum sú að
margir þeirra héldu heimili, alls 13 manns, og þar af er ein kona,
Helga Iseland.47 Óvenjumörgum Íslendingum á þessum slóðum
hefur því tekist að koma sér bærilega fyrir, miðað við t.d. í Bristol
þar sem enginn Íslendinganna hélt heimili.
Á árunum kringum 1440 voru sex Íslendingar í þjónustu á east
Riding-svæðinu, fimm konur og einn karl. konurnar fimm eru allar
skráðar í Beverley, Harthill Wapentake, borg sem er skammt fyrir
norðan Hull. Beverley var á þessum tíma ein af stærstu borgum
englands, miðstöð fyrir ullarútflutninginn til Niðurlanda auk þess
sem þar var mikill handiðnaður. Borgin var einnig áfangastaður
pílagríma en mikil helgi var á fyrsta biskupnum þar, heilögum
Jóhannesi af Beverley. ekki hefur tekist að finna upplýsingar um
húsbændur kvennanna en þeir hafa væntanlega verið í hópi góð -
borgara staðarins.
en ef til vill voru þessar konur þó ekki fyrstu Íslendingarnir
sem drápu niður fæti í Beverley því sagt er að Aðalsteinn eng -
lands konungur hafi komið þar við og legið á bæn í kirkjunni heila
nótt í aðdraganda orrustunnar við Brunanburh. ef satt er að þeir
bræður egill og Þórólfur Skallagrímssynir hafi verið í þjónustu kon-
ungs gætu þeir einnig hafa gert þar stuttan stans á leið til orrust -
unnar.
ekkert er frekar vitað um aðra Íslendinga á þessum slóðum fyrir
utan nafnið og að þeir voru í east Riding á árunum 1450–70, þ.e.
allir nema frú Skirn sem fjallað var um hér að framan.
guðmundur j . guðmundsson116
46 N.A. e 179/242/25, m 14v.
47 N.A. e 179/202/138, m. 3.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 116