Saga - 2016, Page 126
kvenna baráttu. Tilvitnanir í skrif framsýnna íslenskra kvenna frá
þessum tíma, þar sem fjallað er um nýjustu hugmyndir um „húsið
sem vél til íbúðar“ (bls. 52), og vísanir í viðtöl við húsameistara og
hönnuði, sem ýmist þekktu eða störfuðu með kristínu, gefa ágæta
mynd af tíðarandanum. Meðal kvenna varð kristín vinsæll fyrirles-
ari um híbýlaprýði, í augum margra karlkyns kollega var hún fyrst
og fremst eiginkona Skarphéðins og oftast minnst sem „móður,
húsmóður og bílstjóra“ (bls. 64).
Skarphéðinn Jóhannsson, arkitekt og húsgagnaarkitekt, átti far-
sælan feril á eigin arkitektastofu sem hann stofnaði árið 1952. Þau
kristín gengu í hjónaband ári síðar og í samstarfi við hann sköpuð -
ust nýir möguleikar fyrir kristínu. Hún hélt áfram að vinna að eigin
verkefnum en hjónin störfuðu einnig oft saman og innréttingar eftir
kristínu er að finna í mörgum húsum eftir Skarphéðin. Áhrif
kristínar í verkum teiknistofunnar, sem lengst af var undir sama
þaki og heimilið, eru óumdeild þótt Skarphéðinn hafi verið talinn
„húsbóndinn á teiknistofunni“ (bls. 65) en að mestu komið í hlut
kristínar að sinna heimilinu og þremur börnum þeirra hjóna (tvö
þeirra lögðu síðar fyrir sig arkitektúr).
Skrif Halldóru veita innsýn í ólík viðhorf og breytingar í sam-
félaginu: „Það sem kristín boðaði var túlkað sem eðlileg þróun
hefð bundinna hlutverka kvenna sem húsmæður og mæður“ (bls.
57). en ekki líður á löngu þar til þær raddir taka að hljóma sem
gagnrýna „misræmi, sem á sér stað um uppeldi og menntun kvenna“
(bls. 57). kristín er kona á framabraut en viðhorf hennar til móður-
hlutverksins virðist engu að síður hefðbundið eins og ráða má af
skrifum hennar fyrir tímaritið 19. júní árið 1973: „Fyrstu ár barnsins
eru svo óendanlega mikilvæg, að á þeim árum getur enginn komið
í stað móðurinnar. Þess vegna er það heilög skylda móðurinnar að
láta hvorki atvinnumöguleika né fjármuni lokka hana burt frá þessu
mikilvægasta hlutverki lífs hennar“ (bls. 58).
Að lokum fjallar Halldóra um hugmyndaheim og hönnun
kristínar og aftan við þann kafla má finna verkaskrá og æviágrip.
Birtar eru ljósmyndir af innréttingum kristínar og gerð grein fyrir
einstaka verkefnum. efnið er áhugavert og textinn auðlesinn. kafl -
inn er þó langur og dálítið ruglingslegur og án vafa hefði skipting
hans í fleiri og hnitmiðaðri millikafla hjálpað. Oft er þó fremur við
umbrot bókarinnar að sakast en efnisvalið. Til dæmis eru myndir og
myndatextar yfirleitt ekki á sömu blaðsíðu og millifyrirsagnir alls
ekki nógu áberandi.
elsa ævarsdóttir124
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 124