Saga - 2016, Síða 132
Saga LV:1 (2016), bls. 130–144.
æsa sigurjónsdóttir
Þegar sambandið rofnar
Um bókina Nína Sæmundsson 1892–1965.
Fyrsti íslenski kvenmyndhöggvarinn
eftir Hrafnhildi Schram
Þetta er falleg bók, prentuð í gráum, svörtum og silfruðum tónum.
Bókin er í þægilegu broti, skreytt fjölda svart-hvítra ljósmynda sem
veita skemmtilega og fróðlega innsýn inn í ævi og störf mynd-
höggvarans Nínu Sæmundsson.1 Um er að ræða fyrstu monograf-
íuna sem skrifuð er um listakonuna en áður hafa verk hennar verið
rædd í listsögulegu samhengi í yfirlitsriti Björns Th. Björnssonar,
Íslenskri myndlist,2 og í öðru bindi Íslensku listasögunnar.3 Þá hefur lit-
rík ævi Nínu verið rakin í fjölda blaða- og tímaritsgreina.4 Árið 2015
var skipulögð yfirlitssýning á verkum Nínu í Listasafni Íslands.
Sama ár var mynd hennar Hafmeyjan sett upp í Tjörninni í Reykja -
vík, í stað þeirrar sem sprengd var í loft upp á nýársnótt árið 1960.
Nína er því ekki „gleymd“ listakona en það var engu að síður löngu
tímabært að gera ferli hennar góð skil.
Vandinn við að skrifa ævisögulegt en um leið listfræðilegt rit um
listamann felst í því að höfundur þarf að flétta saman marga ólíka
þræði. Hann þarf að endursegja lífshlaup listamannsins, gera grein
fyrir samferðarfólki, sýningarþátttöku og gagnrýni, ræða verkin og
skoða feril listamannsins í stærra samhengi, innan faglegs og fag-
urfræðilegs ramma listfræðanna í hugmyndaheimi samtímans. Fag -
legum upplýsingum um verkin (stærð, efni og varðveislustað) verð -
1 Hrafnhildur Schram, Nína Sæmundsson 1892–1965. Fyrsti íslenski mynd höggvar -
inn (Reykjavík: Crymogea 2015).
2 Björn Th. Björnsson, „Formsmiður úr Fljótshlíð,“ Íslensk myndlist á 19. og 20. öld.
I. bindi (Reykjavík: Helgafell 1964), bls. 203–209.
3 Hrafnhildur Schram, „Hin klassíska fagurfræði. Nína Sæmundsson“, Íslensk
lista saga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. II. bindi. Ritstj. Ólafur kvaran
(Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið 2011), bls. 136–143.
4 Á fjórða hundrað færslur koma upp ef leitað er í tímarit.is, þær elstu frá
1918.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 130