Saga - 2016, Qupperneq 136
anum eftir grísk-rómverskum fyrirmyndum. Þrátt fyrir afneitun
hans á nýjum listhugmyndum tímabilsins, sem hann áleit dægur-
flugur, var hann framsýnn í kennsluháttum og kom því meðal ann-
ars til leiðar að enginn greinarmunur var gerður á námskrá kynj -
anna í höggmyndadeild hans.15
Námið hjá Utzon-Frank var miðað við endurgerð fyrirmyndanna
frekar en frjálsa sköpun eftir lifandi módeli. Líkami karlmannsins
var enn álitinn æðsta viðfangsefni höggmyndalistarinnar og ekki
hægt að ljúka námi í höggmyndagerð án þess að hafa náð valdi á
formmótun hans. Nína fékk því fyrst og fremst þjálfun í mótun karl-
mannslíkamans og lærði auk þess útfærslu tæknilegra atriða og
helstu kúnstir höggmyndalistarinnar; stækkun og smækkun, punkta -
kerfi, mótun og afsteyputækni, allt nauðsynleg verkfæri í gerð and-
litsmynda, standmynda og lágmynda. Hrafnhildur birtir merkilegar
ljósmyndir þessu til staðfestingar (bls. 33). Þar sést listakonan vinna
við eftirgerð og smækkun á klassískri höggmynd eftir mynd úr
afsteypusafni skólans. Mynd hennar Í hugsunum er einnig skóla -
æfing, þ.e. endurgerð af þekktu meistaraverki (kanónu) högg-
myndalistarinnar, líklega Hermesi, sem kennt er við gríska mynd-
höggvarann Polykleitos. Höfuð myndarinnar ber svip af túlkun
Svend Rathsacks (1885–1941) í verki hans Adam nýskapaður (1913),
en Rathsack var ásamt Utzon-Frank (og fleirum) í hópi þeirra dönsku
myndhöggvara sem endurnýjuðu nýklassíska stílinn í danskri
höggmyndalist.
Í framhaldi af lýsingu Hrafnhildar á kennsluaðferðum Utzon-
Franks hefði mátt draga þá ályktun að umræddar breytingar hafi
haft önnur og meiri áhrif á listsköpun Nínu en eingöngu verklag,
myndefni og stíl. Það er eftirtektarvert að Nína virðist ekki láta kyn
sitt hafa áhrif á vinnu sína, ferðalög eða verkefnaval. Hún er „nýja
konan“, kjarkmikil og áræðin, og að loknu námi sendi hún inn verk
og tillögur að verkum í opinberar samkeppnir bæði í París og í New
york. Hún reynir að tileinka sér karllæg vinnubrögð, vinnur til að
mynda í stórum hlutföllum, eins og sést í verkinu Á hverfanda hveli,
(1936). Þá tók hún að sér verkefni í almannarými samtímis gerð and-
litsmynda, minnismerkja, auk standmynda og framleiðslu á sölu-
vænni smærri verkum.16
æsa sigurjónsdóttir134
15 e. J. Bencard, „Den bundne varme“, BKF, Billedkunstnernes Forbund, nr. 5–6,
(1985), bls. 17–24.
16 Lesa má um höggmyndir kvenna í almannarými í London, París og Brussel í
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 134