Saga - 2016, Qupperneq 138
Val Nínu
Björn Th. Björnsson nefnir Nínu og Guðmund frá Miðdal í sömu
andrá í listasögu sinni.17 Bæði velja þau natúralismann og nýklass-
ískar fyrirmyndir fram yfir „ismana“, á meðan þeir Ámundur Sveins -
son (1896–1982) og Sigurjón Ólafsson (1908–1982) tóku afstöðu til
framúrstefnu í listum og hófu snemma formtilraunir í verkum sín-
um; Ásmundur í mynd sinni af Sæmundi á selnum (1922/27) og
Sigurjón í útskriftarverki sínu Venus (1935) en Sigurjón vann, eins og
Nína, undir leiðsögn Utzon-Franks.
Nína tók fyrstu persónulegu skref sín í verkunum Sofandi
drengur (1918) og Kentár rænir konu (1919). Hrafnhildur telur að Nína
hafi hugsanlega byggt verkin á fyrirmyndum í afsteypusafni skól -
ans (bls. 39), en nefnir því miður ekki um hvaða fyrirmyndir gæti
verið að ræða. Kentár rænir konu er unnið í tilfinningalegum anda
natúralismans, sem birtist í órólegum línum og hrjúfri áferð, en
verkið er mjög ólíkt þeirri klassísku samhverfu og kyrrð sem ein-
kennir verk Nínu nokkrum árum síðar. Hver gæti verið skýringin á
þessu hliðarspori? Áhrif frá einari Jónssyni (1874–1954) og/eða
dönskum samtímamönnum, sem Nína gæti hafa verið að máta sig
við? Hér fær lesandi ekki nægar upplýsingar til að átta sig á listþró-
un Nínu á mikilvægum umbyltingarárum listanna í Danmörku.
Nýjar rannsóknir á norrænni framúrstefnu hafa beint athygli að
listdeilum mennta- og listamanna í Danmörku og á Íslandi á árun -
um 1917–1920. Þar var tekist á um réttmæti hinna „nýju lista“ og var
þá átt við hin ýmsu birtingarform framúrstefnu, sem Alex ander
Jóhannesson (1888–1965), málvísindamaður og síðar háskólarektor,
kallaði hinar nýju „fáránlegu“ listastefnur eða „vanskapaðs listir“.18
æsa sigurjónsdóttir136
grein Marjan Sterckx, „The Invisible “Sculpteuse”: Sculptures by Women in the
Nineteenth-century Urban Public Space–London, Paris, Brussels“, NCAW
(Nineteen Century Art Worldwide. A Journal of Nineteenth Century Visual Culture)
7:2, haust 2008. Sjá http://www.19thc-artworldwide.org/autumn08/38-
autumn08/autumn08article/90-the-invisible-sculpteuse-sculptures-by-women-
in-the-nineteenth-century-urban-public-spacelondon-paris-brussels.
17 Björn Th. Björnsson, Íslensk myndlist á 19. og 20. öld. I. bindi, bls. 203.
18 Alexander Jóhannesson, „Nýjar listastefnur“, Óðinn 1–6. tbl. (1920), bls. 41–46;
Benedikt Hjartarson, „Dragging Nordic Horses past the Sludge of extremes.
The Beginnings of the Icelandic Avant-Garde“, Avant Garde Critical Studies. The
Intervention of Politics in the European Avant-Garde (1906–1940). Ritstj. Sascha Bru
og Gunther Martens (Amsterdam og New york: Rodopi) bls. 235–263.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 136