Saga - 2016, Side 139
Aðrir tóku „nýju listunum“ fagnandi, svo sem danski lista maðurinn
Axel Salto (1889–1961), stofnandi tímaritsins Klingen (1917–19), sem
jafnframt benti á að endurkomu nýklassíska stílsins inn í danskt list-
umhverfi mætti túlka sem endurlit og upphaf að nýjum grundvelli
listsköpunar.19 Danski listfræðingurinn Rasmus kjærboe hefur
reyndar bent á að vegna ofuráherslu á framvindu sögu framúrstefn-
unnar innan módernískrar listasöguritunar, hafi þeir myndhöggv-
arar sem unnu að endurnýjun nýklassískrar höggmyndalistar fengið
minni athygli í danskri listasögu en þeir sem vildu umbylta listinni
í anda Picassos og Brancusis.20
Hrafnhildur minnist ekki á það í bókinni hvort Nína hafi tekið
afstöðu til þessa hugmyndafræðilega og listpólitíska stríðs um inn-
tak og ásýnd listarinnar þar sem mennta- og listamenn tókust á. Það
mætti því álykta sem svo að hún hafi staðið á hliðarlínunni, ung
kona og enn nemandi. Hún gæti hafa leitt deilurnar hjá sér, eða ein-
faldlega verið fullkomlega bundin sannfæringu sinni um mátt feg-
urðarinnar sem nýklassíski stíllinn miðlaði.
Myndin Kentár rænir konu gæti samt verið einhverskonar innlegg
inn í listdeilurnar, sem Nína hefur án efa lesið um í listtímaritinu
Klingen. Þá gæti verkið einnig hafa verið skólaverkefni, því mynd efnið
hestur og maður stóð efst í hefðarveldinu enda gerð þess eitt flóknasta
verkefni höggmyndalistarinnar sem krefst mikillar leikni. Umfram allt
sýnir myndin hversu miklar kröfur Nína gerði til sjálfrar sín, kröfu um
að ná valdi á karllægu myndmáli höggmyndalistarinnar.
Öðru máli gegnir um verk Nínu Móðurást (1924). Myndin er
sprott in úr klassíkum jarðvegi, eins og Hrafnhildur bendir á (bls.
76), og þess vegna ekki úr vegi að tengja verkið nánar við þær fyrir -
myndir sem Nína virðist hafa heillast af á ferðalögum sínum í París
og á Ítalíu. endurkoma einfaldleikans inn í höggmyndalistina í
Frakklandi hófst skömmu eftir aldamótin 1900. Verk franska mynd-
höggvarans Aristide Maillol (1861–1944), Kona, vakti mikla hrifn -
ingu á Haustsýningunni í París 1905 og rithöfundurinn André Gide
(1869–1951) lýsti verkinu með frægum orðum: „Hún er fögur, hún
þegar sambandið rofnar 137
19 Axel Salto, „kunstnernes efteraarsudstilling“, Klingen, 1:2 (1917), bls. 19. Sjá
http: //runeberg.org/klingen/1/0035.html.
20 Rasmus kjærboe, „Stilen i sig selv. Det klassiske, det moderne og den mo derne
klassicisme i tre gennembrudsskulpturer af Svend Rathsack, Johannes C. Bjerg
og einar Utzon-Frank“, SMK Art Journal, Statens Museum for kunst 2010–2011
(kaupmannahöfn: Statens Museum for kunst, 2012), bls. 54–71.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 137