Saga - 2016, Blaðsíða 142
evrópskra listamanna sem berjast um verkefni, sýningarboð og
athygli dagblaða og listsafnara. Umhverfi þetta breyttist í kjölfar
heimskreppunnar en þá leituðu listamenn í auknum mæli til Vestur -
strandar innar. Sumir settust við teikniborðið hjá Disney en aðrir
leituðu verkefna í kvikmyndaverum Hollywood, oft við gerð leik-
tjalda, búninga eða listaverka sem voru þá notuð í kvikmyndunum
(bls. 109).
Hrafnhildur lýsir vinsældum Art deco-stílsins í Bandaríkjunum
á þriðja áratug 20. aldar (bls. 97) og áhrifum hans á listsköpun Nínu
eins og þau birtust í verðlaunaverkinu Afrekshugur (1931), sem vakti
gríðarlega fjölmiðlaathygli þótt ekki hafi nein mikilvæg sýningar-
tilboð fylgt í kjölfarið. Þó Nína hafi ekki verið á stóru Art deco-
sýningunni í París 1925 hefur hún ef til vill séð sýninguna í New
york ári síðar, þegar hluti hennar var færður yfir til Metropolitan -
safnsins.24 Áhrif stílsins má einnig greina í teikningum hennar frá
Túnis (bls. 62). Þar hefur hún lengt línuna og teygt formin og mynd-
in Deyjandi Kleópatra (1925) hefur yfirbragð straumlínu-Art deco,
sem fór þá sem tískubylgja um allan heim.
Hápunktur Art deco í Bandaríkjunum birtist á Heimsýningunni
í New york árið 1939. yfirskrift sýningarinnar var Building The World
of Tomorrow! Mikil áhersla var lögð á sjónræna framsetningu og
nýmóðins skála en höggmyndalist í almannarými var í fyrirrúmi,
auk þess sem kvikmyndir, dans og ljósmyndir nutu vinsælda sem
nýir miðlar. Hrafnhildur fjallar um stórhug Íslendinga vegna þátt-
tökunnar en þetta var í fyrsta sinn sem Ísland var hluti af heims -
sýningu á eigin vegum en ekki sem nýlenduþjóð Dana. Forvitnilegt
hefði verið að fá skýringu á því af hverju Nínu var ekki boðið að
sýna í íslenska þjóðarskálanum. Gleymdist hún eða féllu verk
hennar ekki nægilega vel að þjóðlegri ímynd skálans? Skipu leggj -
endur lögðu pólitíska áherslu á að kynna íslenska atvinnuhætti og
þjóðmenningu og rækta samband Íslands og Ameríku á sjónrænan
æsa sigurjónsdóttir140
24 Það var franski listfræðingurinn yvonne Brunhammer, þá forstöðumaður
Musée des Arts Décoratifs í París, sem vakti áthygli á Art deco-fyrirbærinu á
sýningu sem hún setti saman árið 1966: Les Années ‘25’: Art Déco/Bauhaus/Stijl/
Esprit Nouveau. Það var í raun Brunhammer sem festi Art deco í sessi sem
víðtækt sögulegt stílfyrirbæri sem birtist í byggingarlist, hönnun, myndlist,
höggmyndum og tísku á árunum milli stríða. Brunhammer vakti þannig
athygli á víðtækum áhrifum sýningarinnar Exposition internationale des Arts
décoratifs et industriels modernes í París (1925) um allan heim og sér í lagi í
Bandaríkjunum.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 140