Saga - 2016, Síða 143
hátt. Nokkrum árum áður hafði Nína lent í öðru sæti í samkeppni
um minnismerki um Leif eiríkson en tillaga Alexanders Stirling
Calder (1870–1945) hreppti fyrsta sæti og var valin sem gjöf Banda -
ríkjanna til Íslendinga á 1000 ára afmæli Alþingis 1930. eftirmynd af
styttu Calders var nú sett upp á sýningarsvæði heims sýningarinnar
auk þess sem verki Ásmundar Sveinssonar, Fyrsta hvíta móðirin í
Ameríku (1938), var sýndur sá heiður að vera staðsett í almennu
rými sýningarinnar, utan skálans.
Nína sýndi því ekki með íslenska hópnum á heimssýningunni,
heldur var andlitsmynd hennar af austurrísku leikkonunni Hedy
Lamarr (Hedwig eva Maria kiesler 1914–2000) „hluti af framlagi
högglistarmanna Suður-kaliforníu til sýningarinnar“ (bls. 105).
Verkið var reyndar einnig sýnt á samsýningu Scandinavian-American
Art Society of the West í Stendahl Galleries, Los Angeles, sama ár.25
Hrafnhildur greinir frá helstu sýningum Nínu í Hollywood og
það væri freistandi að skoða verk hennar í samhengi við verk þeirra
listamanna sem sýndu með henni, til að mynda á samsýningum
eins og Artists of Los Angeles and Vicinity. Á veraldarvefnum má
nálgast upplýsingar um nokkra listamenn sem sýndu með Nínu og
voru, líkt og hún, virkir í afmörkuðum listheimi Vesturstrandar -
innar. Nöfnin fara hins vegar ekki hátt í listsögulegum yfirlitum og
jafnvel eru flestir þeirra gleymdir, nema ef til vill litháíski mynd-
höggvarinn Boris Lovet-Lorski (1894–1973) sem var nokkuð at -
kvæða mikill í Los Angeles. Hrafnhildur nefnir ekki Lovet-Lorski en
þó er líklegt að leiðir hans og Nínu hafi legið saman í Holly wood.26
Lovet-Lorski átti að baki klassíska evrópska listmenntun líkt og
Nína og benda mætti á að stílfærð straumlínuverk hans, unnin í tré
eða steypt í brons, kallist á við verk Nínu — til að mynda verk henn-
ar Folklore (1940).
Lokaorð
Bókin um Nínu Sæmundsson sýnir hversu erfitt verkefni það er að
skrifa sögu hennar inn í íslenska listasögu. Nína þroskaðist sem
þegar sambandið rofnar 141
25 Christian Von Schneidau, Catalogue of the Scandinavian-American Art Society of
the West. Well-known Scandinavian Artists Representing Finland, Sweden, Norway,
Denmark, Iceland: with an Analysis of the Artist’s Work. Stendahl Art Galleries April
2nd to April 16th, 1939 (Los Angeles: The Galleries 1939).
26 edan Hughes, Artists in California, 1786–1940 (Sacramento: Crocker Art Museum
2002).
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 141