Saga - 2016, Síða 145
á þessum árum nær eingöngu mið af þróun málverksins í Parísar -
borg.
Nínu tókst ekki að skapa sér nýjan listvettvang þrátt fyrir ýmsar
tilraunir, sem Hrafnhildur greinir frá. Við það bættist að danskir
félagar hennar höfðu fjarlægst listorðræðuna í Danmörku, sem nú
einkenndist af róttækri framúrstefnu og rofi við akademískar að -
ferðir höggmyndalistarinnar. Bandarískt samhengi verka Nínu og
tengsl við draumaverksmiðjuna hafa án efa einnig átt þátt í að
viðhalda neikvæðri orðræðu um verk hennar, sem náði hámarki í
eyðileggingu Hafmeyjunnar í Reykjavíkurtjörn. Hér mætti jafnframt
varpa fram þeirri tilgátu að verknaðurinn hafi ef til vill verið til
marks um andstöðu við bandarískt samhengi verksins, þ.e. Haf -
meyju kvikmyndaversins, fremur en að hann beindist gegn listakon-
unni sjálfri.
Fjöldi áhugaverðra ljósmynda er í bókinni og ramma þær vel inn
kaflaskiptin í lífi Nínu. Myndirnar eru yfirleitt vel valdar og oftast í
góðu samhengi við textann. Ljósmyndir eiga það hins vegar til að
rífa sig frá textanum og jafnvel villa á sér heimildir. Þær eru sjálf -
stæður miðill sem fjallar bæði um það sem þær sýna og hvernig það
er sýnt.29 Ljósmyndir magna upp spennu innan heildartextans, því
þær segja oft aðra sögu en meginmál.
Á hinn bóginn eru myndir sóttar í gagnabanka á veraldar -
vefnum (bls. 72), svolítið utan samhengis því frægar næturmyndir
ljósmyndarans Brassai (Gyula Halász 1899–1984) frá lesbíuklúbbn-
um Le Monocle (bls. 72) tengjast ekki á neinn hátt veru Nínu í
Parísarborg, auk þess sem þær voru teknar nokkuð mörgum árum
eftir að hún kvaddi borgina.30
Lesari hnaut um nokkrar staðreyndavillur í bókinni sem auðvelt
hefði verið að leiðrétta í yfirlestri með aðstoð veraldarvefsins. eiffel-
turninn var reistur fyrir heimssýninguna 1889 en ekki um aldamótin
1900 (bls. 71). Franski málarinn Jean-Antoine Watteau (1684–1721)
þegar sambandið rofnar 143
29 Victor Burgin, „Looking at Photographs (1977)“, Thinking Photography (London:
McMillan 1982).
30 Brassai byrjaði ekki að ljósmynda fyrr en árið 1929. Myndirnar frá Le Monocle
eru hluti af verkefni hans Paris de nuit. Sjá Brassaï, „Technique de la photogra-
phie de nuit,“ Arts et Métiers Graphiques 15. janúar 1933, bls. 24–28; Frances e.
Hutchins, „The Pleasures of Discovery: Representations of Queer Space by
Brassaï and Colette“, Lesbian Inscriptions in Francophone Society and Culture.
Ritstj. Renate Günther og Wendy Michallat (Durham: Durham University
Press 2007), bls. 189–203.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 143