Saga - 2016, Page 146
er þekktur fyrir léttan og leikandi rokókóstíl en ekki barokk eins og
sagt er á bls. 71. Næturklúbburinn frægi í París hét Le Monocle (ein -
glyrnið), ekki Mononcle eins og skrifað er á bls. 73.
Hrafnhildur Schram hefur unnið mikið starf í skráningu sögu ís -
lenskra listakvenna og gerir það einnig með þessari bók sinni um
Nínu Sæmundsson. Bókin um Nínu hefði hins vegar getað fest lista-
konuna mun betur í sessi sem evrópska myndlistarkonu, starfandi
í bandarísku samhengi á fyrri hluta 20. aldar, ef betur hefði verið
hugað að fræðilegu orðræðusamhengi í textanum. Skortur á heim-
ildaskrá og tilvísunum í nýlegar listfræðirannsóknir hefur það í för
með sér að lesandinn er stundum skilinn eftir í óvissu. Dæmi um
slíkt er þegar höfundur talar um kaupmannahöfn sem „biðsal nor-
rænna listamanna á leið til Parísar“, og að í París hafi mótast „menn-
ingar-skandinavismi“ þegar þangað var komið (bls 20). Lesandi fær
að vísu stutta innsýn inn í Parísarmenntun norrænna listamanna á
tímabilinu en tilvísanir eru af skornum skammti og forvitinn lesandi
fær engar upplýsingar um nýlegar rannsóknir á listaskólum og
sýningarsamstarfi norrænna listamanna í París.31
Þá hefði sjónrænt yfirlit yfir verk Nínu og starfsferil hennar í
heild þurft að vera skilvirkara. Það er grundvallaratriði að hefð -
bundn um aðferðum liststofnunarinnar, þ.e. upplýsingum um efni,
stærð og varðveislustaði verka, sé haldið til haga í bók sem hlýtur
að hafa það að markmiði að festa Nínu í sessi innan listasögunnar.
Tímalínu og skrá um sýningarsögu Nínu vantar sömuleiðis. Heim -
ilda skrá er engin og myndaskrá er á köflum ófullnægjandi. Hvar
ættu þessar mikilvægu upplýsingar um höfundarverk Nínu að bir-
tast ef ekki í bók sem kom út á sama tíma og yfirlitssýning á verkum
hennar stóð yfir?
æsa sigurjónsdóttir144
31 Frank Claustrat, „Nordic Writers and Artists in Paris before, during and after
World War I“, A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1900–
1925. Ritstj. Hubert van den Berg, Benedikt Hjartarson, Tania Ørum og fleiri
(Amsterdam/New york: Rodopi 2012), bls. 129–148.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 144