Saga - 2016, Blaðsíða 147
Andmæli við doktorsvörn
Vilhelms Vilhelmssonar
Mánudaginn 30. nóvember 2015 varði Vilhelm Vilhelmsson doktorsritgerð
sína í sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Vilhelms ber heitið
Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands. Andmælendur í
doktorsvörninni voru Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni
Íslands, og Davíð Ólafsson, aðjunkt í menningarfræði við Háskóla Íslands.
Leiðbeinandi Vilhelms var Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði
og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu auk Guð -
mundar þeir Sigurður Gylfi Magnússon og Sigurjón Baldur Hafsteins son,
prófessorar í sagnfræði og safnafræði við Háskóla Íslands. Hér á eftir fara
andmæli þeirra Hrefnu og Davíðs.
hrefna róbertsdóttir
Þeir undirokuðu og undirþrykktu Íslands innbyggjarar, nefnilega
vinnu menn, vinnukonur og uppvaxandi fólk, í einu orði þeir fátæku í
landinu, sem stynja undir sínu grátlegu ástandi, sem þeir verða að þola
af sínum húsbændum og öðrum þeirra yfirboðurum …1
Hér er vísað til þess hóps í samfélaginu sem Vilhelm Vilhelmsson sagnfræð -
ingur skrifar um í riti sínu Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistar -
bands. Árið 1771 var aðstæðum þessa hóps lýst fyrir Landsnefndinni fyrri
með þessum orðum og gríp ég aðeins áfram niður í þeirri lýsingu áður en
lengra er haldið: „Ásigkomulag vinnumanna er þanninn, nær þeir eru til
eins húsbónda komnir, eru þeir oft og tíðum hjá sumum hverjum húsbænd-
um lítt haldnir að fatnaði og þjónustu, nokkrir geta varla hulið sinn líkama
fyrir klæðleysi, mega ganga að öllu sem þeim er skipað, svo vel í votviðri
sem frosti og snjó …“.2 Og vinnukonurnar voru samkvæmt bréfinu ekki bet-
Saga LV:1 (2016), bls. 145–162.
1 Landsnefndin fyrri 1770–1771. I. Bréf frá almenningi. Ritstj. Hrefna Róbertsdóttir
og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands, Ríkis skjala -
safn Danmerkur og Sögufélag 2016), bls. 675. („Ísland fátæklingar“ skýra frá
kjörum sínum 16.4.1771. Lit. SS.)
2 Landsnefndin fyrri 1770–1771. I, bls. 675.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 145