Saga - 2016, Qupperneq 148
ur haldnar: „Vinnukonur ganga með sama slag. Í sveitum ganga þær að sín-
um vefum, berar og blóðugar á handleggjum, sem þær fá af garninu, að
draga fyrirvafið í gegnum skilið upp á innlenda vísu, í köldum húsum,
oftast á móts við bæjardyrnar.“3
Vinnumenn og vinnukonur voru ráðin í ársvistir hjá bændum og Vilhelm
fjallar hér um vistarskylduna, kjör þessa fólks og tilraunir þess til að hafa
áhrif á stöðu sína og aðstæður frá ýmsum sjónarhólum.
Afmörkun og helstu niðurstöður
Afmörkun rannsóknarinnar miðast annars vegar við árið 1783, þegar lausa-
mennska var bönnuð og vistarskyldan hert næstu öldina. Hins vegar mark -
ast hún af nýjum lögum, sem voru sett árið 1863 um lausamenn og hús -
menn, sem leyfðu tilvist lausamanna að nýju. Vistarskyldunni var síðan svo
að segja aflétt árið 1866.
Fræðileg nálgun verksins byggist á kenningum um hversdagsandóf út
frá skrifum James C. Scott og út frá valdaafstæðum sem Michel Foucault
hefur orðið tíðrætt um. Áherslan er því á að skoða hvernig fólk brást við
valdboði og reglum samfélagsins. ekki er verið að skoða hugmyndafræði
eða fyrirætlanir stjórnvalda eða húsbænda í þessu riti heldur hvaða svigrúm
almenningur, sem bundinn var vistarskyldu, hafði til að hafa áhrif á eigið
líf.
Ritgerðin byggist á ítarlegri, vandaðri og frumlegri rannsókn á frum-
heimildum, aðallega dómabókum sýslumanna, þar sem beitt er kenningum
og aðferðum hugvísinda og félagsvísinda á frjóan og skapandi hátt. Texti rit-
gerðarinnar er skýr og læsilegur án þess að gefið sé eftir í fræðilegri ná -
kvæmni og greinandi nálgun. Málfar er gott og bókin prýðileg aflestrar.
Vistarskyldan er skilgreind með víðum hætti og er talin vera samofin
mörgum þáttum samfélagsins:
Vistarskyldan var í senn atvinnustefna, uppeldisaðferð, eftirlits- og
ögunartæki og félagslegt öryggisnet og snerti sem slík líf nánast allra
landsmanna af báðum kynjum á einhverjum tíma á lífsferli þeirra.4
Samspil valds og andófs er mikilvægt í rannsókninni, siðræn ögun vistar-
bandsins og sá núningur sem af togstreitunni hlaust. Stigveldi og samfélags-
legur agi er talinn hafa verið vaxandi frá 16. öld og fram á þá 19. og vistar-
bandið er skoðað í því ljósi. Margt er órannsakað varðandi aga og beitingu
hans á árnýöld og ritgerðin er framlag til þeirrar umræðu.
andmæli146
3 Sama heimild, bls. 676.
4 Vilhelm Vilhelmsson, Sjálfstætt fólk? Vald og andóf á Íslandi á tímum vistarbands
(Reykjavík: Háskóli Íslands 2015), bls. 3. Hér eftir verður vísað til doktorsritsins
með vísunum í síður í sviga.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 146