Saga - 2016, Síða 149
Ritgerðin skiptist í þrjá kafla: fræðilegan inngang, kafla um andóf innan
vistarbandsins — þ.e. meðal vinnuhjúa — og kafla um andóf utan þess, sem
birtist í tilvist lausamanna. Lykilrannsóknarspurning doktorsefnis er sett
fram með frekar óformlegum hætti sem lýsing á viðfangsefninu, sem sé
togstreita og valdaafstæður í íslenskum sveitum á öndverðri 19. öld (bls. 2–
3). en viðfangsefnið er afmarkað nánar með nokkrum spurningum tengd -
um iðkun þessara valdaafstæðna:
• Hvernig birtist togstreita á milli undirsáta og yfirboðara á tímum
vistarskyldunnar í heimildum?
• Gátu undirsátar á borð við vinnuhjú og lausamenn haft áhrif á
félagslegt umhverfi sitt, og þá hvernig?
• Með hvaða hætti gátu þeir skapað sér svigrúm til sjálfræðis innan
þess umhverfis sem þeir bjuggu við?
• Hvaða leiðir notfærðu undirsátar sér til að andæfa valdboði og
yfirráðum yfirboðara sinna?
• Hvaða afleiðingar hafði það bæði fyrir þá persónulega og fyrir sam-
félagið í kringum þá?
• Og hvað segir sú hegðun sem hér er til umfjöllunar um hlutskipti
einstaklingsins í samfélaginu og gagnvart því? (bls. 4)
Lykilhugtök eru skýr og vel skilgreind; undirsátar, valdaafstæður, atbeini,
siðræn ögun og andóf. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að taumhald
yfirboðara, sem fólst í framkvæmd laga, reglna og venja, hafi ekki einungis
bitnað á undirsátum samfélagsins heldur hafi þeir einnig nýtt sér þær reglur
og venjur í eigin hag.
Andóf þeirra, viðbrögð og atbeini hafi þar með verið einn af áhrifaþátt-
unum í mótun félagsgerðar samfélagsins á 19. öld sem ekki sé hægt að líta
framhjá. yfirboðarar landsins hafi þó gert mikið til þess að hafa taumhald á
vinnuhjúum og ekki síður lausamönnum en ekki haft árangur sem erfiði,
einkum þegar tók að líða á 19. öldina. Mörg nýmæli er að finna í ritgerðinni
og eru nokkur þeirra tekin til nánari umræðu hér. Fjallað er um stéttleysi
vistarskyldunnar, vistaróþol, lausamenn og lausgangara, um húsmennsk -
una og að lokum um flakk fólks milli þessara hópa.
Vistarskylda og stéttleysi
Vistarbandið, eða öllu heldur vistarskyldan eins og doktorsefni kallar
ráðningarform vinnuhjúa á Íslandi á 19. öld, er lykilþáttur í rannsókninni.
Og þótt vistarskyldan sé að formi til andstæða lausamennskunnar er hún
nátengd henni, eins og vel er sýnt fram á í þessari ritgerð. Helst skortir á að
vinnumennskan sé einnig tengd húsmennskunni. Vistarskyldan er bæði sett
í samhengi við ráðningarform fyrri alda og 19. aldar samhengi, auk þess
sem hún er skoðuð í ljósi laga og reglna í nágrannalöndunum.
andmæli 147
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 147